Enski boltinn

Hargreaves skrifar undir hjá United

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Owen Hargreaves hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Manchester United. Englandsmeistararnir staðfestu það í lok maí að félagið hefði náð samningum við Bayern Munchen um kaup á leikmanninum. Talið er að kaupverðið sé í kringum 17 milljónir punda.

Enski landsliðsmaðurinn er ánægður að vera kominnn á Old Trafford. „Þetta hefur verið langt ferli, mér finnst frábært að þetta skuli loksins vera orðið að veruleika eftir allan þann tíma og orku sem allir hafa eytt í þetta mál," sagði Hargreaves.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×