Enski boltinn

Luis Garcia nálgast Atletico Madrid

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Luis Garcia, miðjumaður Liverpool, er alveg að því kominn að skrifa undir samning við Atletico Madrid í heimalandi sínu. Umboðsmaður hans staðfestir þetta. „Við erum að vinna í því að Garcia fari frá Liverpool til Atletico," sagði hinn 29 ára umboðsmaður, Manuel Garcia Quillon við PA sport.

„Ef að allt gengur vel verður gengið frá samningnum í dag eða á morgun." Garcia gekk til liðs við Liverpool frá Barcelona árið 2004 og hjálpaði þeim að vinna meistadeildina, en nú hefur hann verið meiddur síðan í janúar. Garcia hefur spilað 121 leik fyrir Liverpool og skorað í þeim 30 mörk.

Liverpool og Atletico eiga líka í viðræðum um Fernandi Torres, en búist er við að Liverpool kaupi hann á 26,5 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×