Enski boltinn

Torres kominn til Liverpool

Rafa Benitez tók vel á móti landa sínum á Anfield í dag þegar hann var kynntur til sögunnar sem nýjasti leikmaður Liverpool
Rafa Benitez tók vel á móti landa sínum á Anfield í dag þegar hann var kynntur til sögunnar sem nýjasti leikmaður Liverpool AFP

Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Torres hefur nú gengið formlega í raðir Liverpool á Englandi sem keypti hann fyrir metfé frá Atletico Madrid - 3,35 milljarða króna. Torres er 23 ára og skrifaði í dag undir 6 ára samning við enska félagið. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool og ljóst að pressan verður gríðarleg á þessum unga leikmanni á næstu leiktíð.

"Þegar tilboðið frá Liverpool barst, bað ég forráðamenn Atletico að hlusta, því þetta var félag sem ég hafði áhuga á að semja við. Liverpool er eitt besta - ef ekki besta knattspyrnufélag í Evrópu. Það hefur verið erfitt að segja skilið við uppeldisfélag mitt, en það hefði líka verið gríðarlega erfitt fyrir mig að segja nei við Liverpool. Það kemur tími hjá hverjum leikmanni að breyta til og ég mun halda áfram að leggja mig allan fram hjá Liverpool eins og ég gerði hjá Atletico," sagði Torres á Anfield nú síðdegis.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Torres við komuna á Anfield. 

AFP
AFP
AFP
AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×