Enski boltinn

Beðið eftir Wenger

NordicPhotos/GettyImages

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segist vongóður um að Arsene Wenger knattspyrnustjóri fáist til að framlengja samning sinn við félagið lengur en út næsta keppnistímabil. Framtíð stjórans virðis óráðin hjá félaginu og margir hafa slegið því föstu að hann muni fara frá félaginu eftir ár.

Hill-Wood segist ekki kaupa þá afsökun sem Thierry Henry gaf sem hluta af ástæðu brottfarar sinnar frá Arsenal - að framtíð Wenger væri upp í loft. "Ég hef enga sérstaka ástæðu til að ætla að hann vilji fara frá okkur, en á sama tíma er ég ekkert viss um að hann verði áfram heldur," sagði Hill-Wood. "Ég hef samt engar áhyggjur af því sem Thierry Henry sagði, það var bara afsökun. Ég er vongóður um framtíð Wenger, en enn sem komið er - er það bara von mín. Við vonum allir að hann verði áfram og við munum setjast niður og ræða saman þegar að því kemur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×