Enski boltinn

Tottenham nálægt samkomulagi um Darren Bent

NordicPhotos/GettyImages
Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að nú styttist í að Tottenham muni landa framherjanum Darren Bent frá Charlton. Kaupverðið er sagt um 15 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla landsliðsmann og sagt er að félögin hafi komist að málamiðlun um kaupverðið í gær. Charlton vildi fá 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. Liverpool hefur einnig verið orðað við Bent en hefur beint sjónum sínum að Fernando Torres.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×