Fleiri fréttir Martins slapp ómeiddur eftir skotárás Nígeríumaðurinn Obafemi Martins hjá Newcastle slapp ómeiddur á mánudagskvöldið þegar skotið var á hann í bifreið sinni í Lagos í heimalandi sínu. Grímuklæddir menn réðust að bifreið hans og létu skothríðina dynja á bílnum. Vinur Martins meiddist lítillega í árásinni. "Ég hélt að ég myndi deyja," sagði Martins og bætti við að árásarmennirnir hafi viljað sig dauðan því þetta hafi ekki verið ræningjar. 20.6.2007 12:57 Vieira óttast að Henry fari frá Arsenal Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að félagi sinn Thierry Henry muni að öllum líkindum fara frá félaginu í sumar ef því tekst ekki að landa nokkrum heimsklassa leikmönnum í sumar. 20.6.2007 12:46 Eriksson boðin stjórastaðan hjá City? Breska ríkissjónvarpið fullyrðir í dag að Thaksin Shinawatra hafi boðið Sven-Göran Eriksson að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester City ef honum tekst að klára yfirtökutilboð sitt í félagið. Umboðsmaður Eriksson hefur vísað þessum fregnum á bug. 20.6.2007 12:43 Sheffield United þarf að bíða eftir úrskurði Sheffield United þarf að bíða þar til í lok júní eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd, en eins og kunnugt er vill klúbburinn að dregin verði stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez. 19.6.2007 16:01 Aliadiere skrifar undir hjá Boro Samkvæmt Skysports hefur Frakkinn Jeremie Aliadiere skrifað undir samning hjá Middlesbrough. Middlesbrough náði samkomulagi við Arsenal um kaupverð á kappanum fyrr í sumar. 19.6.2007 15:39 Slúðrið á Englandi í dag Ensku slúðurblöðin eru full af góðum fréttum í dag eins og endranær og þar er m.a. að finna slúður um enska landsliðsmanninn Darren Bent hjá Charlton og að Chelsea og Arsenal séu að berjast um leikmann Valencia. Þá er sagt frá því að ensku landsliðsmennirnir sem giftu sig um helgina hafi allir tekið hlé frá hátíðarhöldunum til að sinna ákveðnu máli. 19.6.2007 12:54 Koller hefur ekki áhuga á Englandi Tékkneski framherjinn Jan Koller hjá Mónakó í Frakklandi segist ekki hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í enska boltanum, en hann hefur verið orðaður við Reading í breskum fjölmiðlum. Hinn hávaxni Koller lék lengst af ferlinum með Dortmund í Þýskalandi en er samningsbundinn Mónakó út næstu leiktíð. "Mig langaði einu sinni að leika á Englandi, en svo er ekki lengur. Ég ætla að virða samninginn við Mónakó," sagði hinn 34 ára gamli Koller. 19.6.2007 11:24 Quagliarella vill ólmur fara til Englands Framherjinn Fabio Quagliarella hjá Sampdoria segist ákafur vilja ganga í raðir Manchester United nú þegar sögusagnir ganga um að félagið hafi hækkað kauptilboð sitt í leikmanninn upp í 10 milljónir punda. "United er stórt félag og ég færi glaður til Englands ef af því yrði," sagði ítalski landsliðsmaðurinn í samtali við Gazzetta dello Sport dag. 19.6.2007 11:16 Mourinho: Chelsea mun eyða litlu í sumar Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið verði sannarlega ekki á meðal þeirra sem eyða mestu fé til leikmannakaupa í sumar. Hann vill meina að þetta muni aðeins hjálpa liðinu í baráttunni um titilinn á næstu leiktíð, því þá verði minni pressa á liðinu. 19.6.2007 10:37 Réttarhöldum vegna Tevez lýkur í dag Enska knattspyrnufélagið Sheffield United mun væntanlega komast að því í dag hvort áfrýjun félagsins á úrskurði ensku úrvalsdeildarinnar standi og félagið falli úr deildinni. Í dag fer fram síðari dagur réttarhalda vegna Argentínumannsins Carlos Tevez hjá West Ham. Forráðamenn Sheffield United heimta að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á þeim forsendum að West Ham hafi teflt fram ólöglegum leikmanni. 19.6.2007 10:29 Amerískur auðjöfur í viðræðum við Blackburn Ameríski auðjöfurinn Daniel Williams hefur staðfest að hann sé í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn með hugsanlega yfirtöku í huga. Williams segir þó viðræður allar á frumstigi og allt of snemmt sé að tala um að verið sé að taka yfir félagið að svo stöddu - viðræður séu ekki komnar á það alvarlegt stig enn. Williams fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa verið inni í myndinni með að taka yfir félagið síðan í mars sl. 19.6.2007 10:25 Markalaust í hálfleik Það er kominn hálfleikur í leik Fram og Fylkis. Staðan er 0-0. Fram fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyrir hlé, en Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Igor Pesic. Víðir Leifsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir um stundarfjórðungs leik vegna meiðsla, og var það Albert Brynjar Ingason sem tók hans stað. 18.6.2007 20:06 McCabe bjartsýnn Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, segir málið gegn West Ham gangi vel. Fyrsti dagurinn fyrir úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar hefur gert hann mjög bjartsýnan og er hann viss um að Sheffield United verði í úrvalsdeildinni að ári. 18.6.2007 17:51 West Ham hafnar tilboði í Harewood West Ham hefur hafnað 3,5 milljón punda boði Birmingham í framherjann Marlon Harewood. West Ham er talið vilja fá 5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er eftirsóttur af öðrum liðum í úrvalsdeildinni. 18.6.2007 14:58 Enska knattspyrnusambandið kvartar vegna kynþáttahaturs Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér formlega kvörtun til UEFA, þar sem fram kemur að sambandið sé óánægt með framkomu áhorfenda Serbíu í leik Englands og Serbíu á EM U21. Áhorfendur öskruðu að varnarmanni Englands, Nedum Onuoha, með niðrandi hætti um hörundslit hans. 18.6.2007 14:29 Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Henry verði seldur Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Thierry Henry verði seldur frá félaginu fari það svo að Arsene Wenger ákveði að selja hann. Sterkur orðrómur hefur verið um að Wenger hafi hitt menn frá Barcelona á fundi í Paris í síðustu viku. 18.6.2007 10:00 Vieira segir vanta stöðugleika hjá Arsenal Patrick Vieira, leikmaður Inter og fyrrverandi leikmaður Arsenal segir að Arsenal vanti stöðugleika og að leikmenn liðsins þurfi að vita hver framtíð liðsins er. Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Aresene Wenger hætti með liðið, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum. 17.6.2007 16:07 Tevez áfram hjá West Ham? Talið er að Carlos Tevez sé alveg við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham. Sagt er á erlendum netmiðlum að Eggert Magnússon ætli sér að gera allt til að halda Argentínumanninum hjá West Ham. 17.6.2007 15:00 Kanoute til Newcastle? Sam Allardyce er sagður vera að undirbúa tilboð í framherjann Fredi Kanoute hjá Sevilla. Með kaupunum er talið að Allardyce sé að finna staðgengil fyrir Michael Owen en Allardyce býst við að Owen yfirgefi félagið í sumar. 17.6.2007 14:37 Eiður hefur ekkert sagt um United „Eiður hefur ekkert kvótað eitt eða neitt. Ég efast stórlega um að hann hafi sagt þetta,“ sagði Arnór Guðjohnsen um meint ummæli Eiðs Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í gær. 17.6.2007 07:00 Svekktur að fá ekki Bent Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er sársvekktur yfir því að Darren Bent kaus að semja ekki við félagið. Hamrarnir höfðu komist að samkomulagi um kaupverð við Charlton á Bent sem talið var nema um 16 milljónum punda en eftir eins dags viðræður ákvað Bent að semja ekki við félagið. 17.6.2007 06:30 Portsmouth leiðir kapphlaupið um Diarra Samkvæmt stjórnarformanni Lyon, Jean-Michel Aulas, er Portsmouth að leiða kapphlaupið um franska landsliðsmanninn Alou Diarra. Werder Bremen er einnig á eftir kappanum. 16.6.2007 19:56 Shaun Wright-Phillips falur fyrir 10 milljónir Chelsea hefur gefið það út að kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips sé falur fyrir 10 milljónir punda. Leikmaðurinn kom til Chelsea frá Manchester City í júlí 2005 fyrir 21 milljón punda. 16.6.2007 15:35 Eggert vonsvikinn vegna Bent Eggert Magnússon, stórnarformaður West Ham, segir við Sun að hann sé leiður yfir því að Darren Bent hafi ákveðið að ganga ekki til liðs við West Ham. Charlton hafði samþykkt 17 milljón punda boð í leikmanninn en Bent vildi ekki færa sig um set. 16.6.2007 14:36 Eiður opinn fyrir endurkomu í enska boltann Eiður Smári Guðjohnsen útilokar ekki að hann snúi aftur til Englands. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle, Aston Villa, Sunderland, Middlesbrough, Pourtsmouth, West Ham og Manchester United eru öll sögð hafa áhuga á kappanum. 16.6.2007 14:25 Eiður vill vera áfram hjá Barcelona Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, segir að Manchester United hafi ekki haft samband við þá feðga vegna mögulegrar sölu á Eiði til Manchester United og segir að Eiður vilji helst fá tækifæri til að sanna sig betur hjá Barcelona. 15.6.2007 17:25 Darren Bent neitaði West Ham Enski landsliðsmaðurinn Darren Bent neitaði í kvöld að ganga í raðir West Ham eftir að félagið hafði samþykkt að greiða fyrir hann uppsett verð. Charlton samþykkti kauptilboðið en Bent neitaði að semja við West Ham eftir að hafa fundað með forráðamönnum félagsins. 14.6.2007 21:18 Slúðrið á Englandi í dag Breska slúðurpressan hefur oft nokkuð fyrir sér í glæfralegri umfjöllun sinni um leikmannamarkaðinn í enska boltanum. Nokkrar af slúðursögum blaðanna í morgun hafa þannig orðið að veruleika nú síðdegis, en þar með er ekki öll sagan sögð. 14.6.2007 16:56 Eggert: Spennandi tíðindi í vændum Eggert Magnússon stjórnarformaður segir að West Ham sé við það að tilkynna spennandi tíðindi í leikmannamálum sínum. Bresku blöðin hafa flest öll skrifað um það í dag að félagið sé við það að landa enska landsliðsframherjanum Darren Bent frá Charlton fyrir um 17 milljónir punda. Sagt er að miðjumaðurinn Hayden Mullins fari til Charlton sem partur af þeim viðskiptum. 14.6.2007 16:37 Joey Barton loksins farinn til Newcastle Manchester City hefur nú tilkynnt að félagið hafi loks náð að klára söluna á miðjumanninum Joey Barton til Newcastle fyrir 5,8 milljónir punda. Salan tafðist lengi vegna deilna um 300,000 punda greiðslu sem City taldi sig eiga rétt á að fá aukalega fyrir leikmanninn. Hún var leyst með því að Newcastle greiðir nú 5,8 milljónir punda fyrir hann í stað þeirra 5,5 sem upphaflega var samið um. 14.6.2007 16:31 Ben Haim semur við Chelsea Ísraelski varnarmaðurinn Ben Haim hjá Bolton hefur ákveðið að ganga í raðir Chelsea á frjálsri sölu. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning og stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Hann er 25 ára gamall og kaus að fara til Chelsea frekar en að ganga í raðir Newcastle þar sem gamli stjórinn hans Sam Allardyce ræður nú ríkjum. 14.6.2007 16:21 Allardyce: Ben Haim fer til Chelsea Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefist upp á að landa til sín varnarmanninum Ben Haim sem hann fékk til liðs við Bolton á sínum tíma. Hann segir Chelsea vera búið að vinna kapphlaupið um þennan 25 ára gamla ísraelska landsliðsmann. 14.6.2007 16:08 Liverpool staðfestir áhuga sinn á Benayoun Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að félagið hafi áhuga á að fá til sín ísraelska landsliðsmanninn Yossi Benayoun frá West Ham. Leikmaðurinn er þegar búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við West Ham til fimm ára en hefur dregið að skrifa undir. Stjórnarformaður Liverpool staðfesti áhuga félagsins í dag en neitaði að staðfesta fregnir um að félagið hefði boðið á bilinu 1-3 milljónir punda í hann. 14.6.2007 15:33 Baráttan um Bent Baráttan um enska landsliðsframherjann Darren Bent hjá Charlton fer nú harðnandi ef marka má frétt breska sjónvarpsins í morgun, en talið er að West Ham sé líklegasti viðkomustaður leikmannsins. Þar myndi hann hitta fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn Alan Curbishley. Verðmiðinn er sagður vera um 17 milljónir punda á þessum 23 ára gamla leikmanni. 14.6.2007 15:24 Jordan vann málið gegn Dowie Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, vann í dag skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Ian Dowie. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði logið þegar hann samdi sig út úr skuldbindingum sínum við félagið vorið 2006, en stakk svo af til grannliðsins Charlton. 14.6.2007 15:11 Jaaskelainen neitar Bolton Finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen hefur neitað tilboði félagsins um að framlengja samning sinn. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Sunderland og Manchester United og verður hann með lausa samninga eftir næstu leiktíð. Jaaskelainen gekk í raðir Bolton fyrir aðeins 100,000 pund árið 1997. 14.6.2007 15:09 Ledley King þarf í hnéuppskurð Fyrirliðinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í lítinn hnéuppskurð eftir að hafa meiðst lítillega í keppni með enska landsliðinu á dögunum. King var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð, en ætti að ná bata áður en keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni þann 11. ágúst. 14.6.2007 15:05 Meistararnir byrja gegn Reading Leikjaplanið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð var kynnt í dag. Íslendingalið Reading fær það erfiða verkefni að sækja meistara Manchester United heim í fyrstu umferðinni og mætir svo Chelsea í annari umferð. Sam Allardyce stjóri Newcastle fer með lið sitt á gamla heimavöllinn og mætir Bolton í fyrstu umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu umferðarnar. 14.6.2007 14:27 10 verstu leikmannakaup í sögu úrvalsdeildarinnar Breska blaðið Sun birtir í dag lista sinn yfir 10 verstu leikmannakaup í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Listinn er nokkuð áhugaverður og gaman að sjá hvernig nokkrir af færustu knattspyrnustjórum Englands hafa keypt köttinn í sekknum. 13.6.2007 21:45 Slúðrið á Englandi í dag Breska slúðurpressan er full af safaríkum fréttum af leikmannamarkaðnum í dag og sem fyrr er mikið rætt um menn sem talið er víst að skipta muni um heimilisfang í sumar. Einn þeirra er framherjinn Darren Bent hjá Charlton, en Star segir að West Ham muni kaupa hann á 18 milljónir punda í sumar og greiða honum 80,000 pund í vikulaun. 13.6.2007 14:56 Yfirtökutilboð í Blackburn á viðræðustigi Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn hafa staðfest að félagið sé í viðræðum við bandaríska fjárfesta um yfirtöku í félaginu en segja að enn sé langt í land með að samningar náist. Blackburn-menn hafa verið í grunnviðræðum við fjárfesta í nokkra mánuði. 13.6.2007 14:35 Styttist í ráðningu stjóra hjá Man City Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að úrvalsdeildarfélagið Manchester City muni ganga frá ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra innan viku. Juande Ramos, þjálfari Sevilla, og hollenski þjálfarinn Co Adriaanse eru sagðir efst á óskalista félagsins. 13.6.2007 14:29 Smith gæti farið frá United Framherjinn Alan Smith gæti farið frá Old Trafford í sumar ef hann fær ekki frekari staðfestingu á því að hann sé inni í myndinni með aðalliði Manchester United. Smith hefur ekki náð að vinna sér sæti í aðalliðinu síðan hann fótbortnaði illa á sínum tíma. 13.6.2007 14:26 Saha verður klár í upphafi leiktíðar Franski framherjinn Louis Saha hjá Manchester United mun ekki missa af fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdelidinni á næstu leiktíð eins og haldið var fram í fréttum á dögunum. Umboðsmaður Saha segir þær fréttir ekki réttar og segir Saha verða klárann í slaginn í fyrsta leik. Hann er nú í endurhæfingu í Frakklandi eftir vel heppnaða hnéaðgerð í Bandaríkjunum. 13.6.2007 14:24 Stáljöfur íhugar að kaupa Birmingham Milljarðamæringurinn Lakshimi Mittal hefur nú verið kynntur til sögunnar sem hugsanlegur kaupandi knattspyrnufélagsins Birmingham á Englandi. Mittal er fimmti ríkasti maður heims og er metinn á hátt í 20 milljarða punda. Hann er fæddur á Indlandi og komst til auðs í stáliðnaðinum. 12.6.2007 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Martins slapp ómeiddur eftir skotárás Nígeríumaðurinn Obafemi Martins hjá Newcastle slapp ómeiddur á mánudagskvöldið þegar skotið var á hann í bifreið sinni í Lagos í heimalandi sínu. Grímuklæddir menn réðust að bifreið hans og létu skothríðina dynja á bílnum. Vinur Martins meiddist lítillega í árásinni. "Ég hélt að ég myndi deyja," sagði Martins og bætti við að árásarmennirnir hafi viljað sig dauðan því þetta hafi ekki verið ræningjar. 20.6.2007 12:57
Vieira óttast að Henry fari frá Arsenal Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að félagi sinn Thierry Henry muni að öllum líkindum fara frá félaginu í sumar ef því tekst ekki að landa nokkrum heimsklassa leikmönnum í sumar. 20.6.2007 12:46
Eriksson boðin stjórastaðan hjá City? Breska ríkissjónvarpið fullyrðir í dag að Thaksin Shinawatra hafi boðið Sven-Göran Eriksson að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester City ef honum tekst að klára yfirtökutilboð sitt í félagið. Umboðsmaður Eriksson hefur vísað þessum fregnum á bug. 20.6.2007 12:43
Sheffield United þarf að bíða eftir úrskurði Sheffield United þarf að bíða þar til í lok júní eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd, en eins og kunnugt er vill klúbburinn að dregin verði stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez. 19.6.2007 16:01
Aliadiere skrifar undir hjá Boro Samkvæmt Skysports hefur Frakkinn Jeremie Aliadiere skrifað undir samning hjá Middlesbrough. Middlesbrough náði samkomulagi við Arsenal um kaupverð á kappanum fyrr í sumar. 19.6.2007 15:39
Slúðrið á Englandi í dag Ensku slúðurblöðin eru full af góðum fréttum í dag eins og endranær og þar er m.a. að finna slúður um enska landsliðsmanninn Darren Bent hjá Charlton og að Chelsea og Arsenal séu að berjast um leikmann Valencia. Þá er sagt frá því að ensku landsliðsmennirnir sem giftu sig um helgina hafi allir tekið hlé frá hátíðarhöldunum til að sinna ákveðnu máli. 19.6.2007 12:54
Koller hefur ekki áhuga á Englandi Tékkneski framherjinn Jan Koller hjá Mónakó í Frakklandi segist ekki hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í enska boltanum, en hann hefur verið orðaður við Reading í breskum fjölmiðlum. Hinn hávaxni Koller lék lengst af ferlinum með Dortmund í Þýskalandi en er samningsbundinn Mónakó út næstu leiktíð. "Mig langaði einu sinni að leika á Englandi, en svo er ekki lengur. Ég ætla að virða samninginn við Mónakó," sagði hinn 34 ára gamli Koller. 19.6.2007 11:24
Quagliarella vill ólmur fara til Englands Framherjinn Fabio Quagliarella hjá Sampdoria segist ákafur vilja ganga í raðir Manchester United nú þegar sögusagnir ganga um að félagið hafi hækkað kauptilboð sitt í leikmanninn upp í 10 milljónir punda. "United er stórt félag og ég færi glaður til Englands ef af því yrði," sagði ítalski landsliðsmaðurinn í samtali við Gazzetta dello Sport dag. 19.6.2007 11:16
Mourinho: Chelsea mun eyða litlu í sumar Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið verði sannarlega ekki á meðal þeirra sem eyða mestu fé til leikmannakaupa í sumar. Hann vill meina að þetta muni aðeins hjálpa liðinu í baráttunni um titilinn á næstu leiktíð, því þá verði minni pressa á liðinu. 19.6.2007 10:37
Réttarhöldum vegna Tevez lýkur í dag Enska knattspyrnufélagið Sheffield United mun væntanlega komast að því í dag hvort áfrýjun félagsins á úrskurði ensku úrvalsdeildarinnar standi og félagið falli úr deildinni. Í dag fer fram síðari dagur réttarhalda vegna Argentínumannsins Carlos Tevez hjá West Ham. Forráðamenn Sheffield United heimta að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á þeim forsendum að West Ham hafi teflt fram ólöglegum leikmanni. 19.6.2007 10:29
Amerískur auðjöfur í viðræðum við Blackburn Ameríski auðjöfurinn Daniel Williams hefur staðfest að hann sé í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn með hugsanlega yfirtöku í huga. Williams segir þó viðræður allar á frumstigi og allt of snemmt sé að tala um að verið sé að taka yfir félagið að svo stöddu - viðræður séu ekki komnar á það alvarlegt stig enn. Williams fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa verið inni í myndinni með að taka yfir félagið síðan í mars sl. 19.6.2007 10:25
Markalaust í hálfleik Það er kominn hálfleikur í leik Fram og Fylkis. Staðan er 0-0. Fram fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyrir hlé, en Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Igor Pesic. Víðir Leifsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir um stundarfjórðungs leik vegna meiðsla, og var það Albert Brynjar Ingason sem tók hans stað. 18.6.2007 20:06
McCabe bjartsýnn Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, segir málið gegn West Ham gangi vel. Fyrsti dagurinn fyrir úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar hefur gert hann mjög bjartsýnan og er hann viss um að Sheffield United verði í úrvalsdeildinni að ári. 18.6.2007 17:51
West Ham hafnar tilboði í Harewood West Ham hefur hafnað 3,5 milljón punda boði Birmingham í framherjann Marlon Harewood. West Ham er talið vilja fá 5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er eftirsóttur af öðrum liðum í úrvalsdeildinni. 18.6.2007 14:58
Enska knattspyrnusambandið kvartar vegna kynþáttahaturs Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér formlega kvörtun til UEFA, þar sem fram kemur að sambandið sé óánægt með framkomu áhorfenda Serbíu í leik Englands og Serbíu á EM U21. Áhorfendur öskruðu að varnarmanni Englands, Nedum Onuoha, með niðrandi hætti um hörundslit hans. 18.6.2007 14:29
Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Henry verði seldur Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Thierry Henry verði seldur frá félaginu fari það svo að Arsene Wenger ákveði að selja hann. Sterkur orðrómur hefur verið um að Wenger hafi hitt menn frá Barcelona á fundi í Paris í síðustu viku. 18.6.2007 10:00
Vieira segir vanta stöðugleika hjá Arsenal Patrick Vieira, leikmaður Inter og fyrrverandi leikmaður Arsenal segir að Arsenal vanti stöðugleika og að leikmenn liðsins þurfi að vita hver framtíð liðsins er. Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Aresene Wenger hætti með liðið, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum. 17.6.2007 16:07
Tevez áfram hjá West Ham? Talið er að Carlos Tevez sé alveg við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham. Sagt er á erlendum netmiðlum að Eggert Magnússon ætli sér að gera allt til að halda Argentínumanninum hjá West Ham. 17.6.2007 15:00
Kanoute til Newcastle? Sam Allardyce er sagður vera að undirbúa tilboð í framherjann Fredi Kanoute hjá Sevilla. Með kaupunum er talið að Allardyce sé að finna staðgengil fyrir Michael Owen en Allardyce býst við að Owen yfirgefi félagið í sumar. 17.6.2007 14:37
Eiður hefur ekkert sagt um United „Eiður hefur ekkert kvótað eitt eða neitt. Ég efast stórlega um að hann hafi sagt þetta,“ sagði Arnór Guðjohnsen um meint ummæli Eiðs Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í gær. 17.6.2007 07:00
Svekktur að fá ekki Bent Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er sársvekktur yfir því að Darren Bent kaus að semja ekki við félagið. Hamrarnir höfðu komist að samkomulagi um kaupverð við Charlton á Bent sem talið var nema um 16 milljónum punda en eftir eins dags viðræður ákvað Bent að semja ekki við félagið. 17.6.2007 06:30
Portsmouth leiðir kapphlaupið um Diarra Samkvæmt stjórnarformanni Lyon, Jean-Michel Aulas, er Portsmouth að leiða kapphlaupið um franska landsliðsmanninn Alou Diarra. Werder Bremen er einnig á eftir kappanum. 16.6.2007 19:56
Shaun Wright-Phillips falur fyrir 10 milljónir Chelsea hefur gefið það út að kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips sé falur fyrir 10 milljónir punda. Leikmaðurinn kom til Chelsea frá Manchester City í júlí 2005 fyrir 21 milljón punda. 16.6.2007 15:35
Eggert vonsvikinn vegna Bent Eggert Magnússon, stórnarformaður West Ham, segir við Sun að hann sé leiður yfir því að Darren Bent hafi ákveðið að ganga ekki til liðs við West Ham. Charlton hafði samþykkt 17 milljón punda boð í leikmanninn en Bent vildi ekki færa sig um set. 16.6.2007 14:36
Eiður opinn fyrir endurkomu í enska boltann Eiður Smári Guðjohnsen útilokar ekki að hann snúi aftur til Englands. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle, Aston Villa, Sunderland, Middlesbrough, Pourtsmouth, West Ham og Manchester United eru öll sögð hafa áhuga á kappanum. 16.6.2007 14:25
Eiður vill vera áfram hjá Barcelona Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, segir að Manchester United hafi ekki haft samband við þá feðga vegna mögulegrar sölu á Eiði til Manchester United og segir að Eiður vilji helst fá tækifæri til að sanna sig betur hjá Barcelona. 15.6.2007 17:25
Darren Bent neitaði West Ham Enski landsliðsmaðurinn Darren Bent neitaði í kvöld að ganga í raðir West Ham eftir að félagið hafði samþykkt að greiða fyrir hann uppsett verð. Charlton samþykkti kauptilboðið en Bent neitaði að semja við West Ham eftir að hafa fundað með forráðamönnum félagsins. 14.6.2007 21:18
Slúðrið á Englandi í dag Breska slúðurpressan hefur oft nokkuð fyrir sér í glæfralegri umfjöllun sinni um leikmannamarkaðinn í enska boltanum. Nokkrar af slúðursögum blaðanna í morgun hafa þannig orðið að veruleika nú síðdegis, en þar með er ekki öll sagan sögð. 14.6.2007 16:56
Eggert: Spennandi tíðindi í vændum Eggert Magnússon stjórnarformaður segir að West Ham sé við það að tilkynna spennandi tíðindi í leikmannamálum sínum. Bresku blöðin hafa flest öll skrifað um það í dag að félagið sé við það að landa enska landsliðsframherjanum Darren Bent frá Charlton fyrir um 17 milljónir punda. Sagt er að miðjumaðurinn Hayden Mullins fari til Charlton sem partur af þeim viðskiptum. 14.6.2007 16:37
Joey Barton loksins farinn til Newcastle Manchester City hefur nú tilkynnt að félagið hafi loks náð að klára söluna á miðjumanninum Joey Barton til Newcastle fyrir 5,8 milljónir punda. Salan tafðist lengi vegna deilna um 300,000 punda greiðslu sem City taldi sig eiga rétt á að fá aukalega fyrir leikmanninn. Hún var leyst með því að Newcastle greiðir nú 5,8 milljónir punda fyrir hann í stað þeirra 5,5 sem upphaflega var samið um. 14.6.2007 16:31
Ben Haim semur við Chelsea Ísraelski varnarmaðurinn Ben Haim hjá Bolton hefur ákveðið að ganga í raðir Chelsea á frjálsri sölu. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning og stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Hann er 25 ára gamall og kaus að fara til Chelsea frekar en að ganga í raðir Newcastle þar sem gamli stjórinn hans Sam Allardyce ræður nú ríkjum. 14.6.2007 16:21
Allardyce: Ben Haim fer til Chelsea Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefist upp á að landa til sín varnarmanninum Ben Haim sem hann fékk til liðs við Bolton á sínum tíma. Hann segir Chelsea vera búið að vinna kapphlaupið um þennan 25 ára gamla ísraelska landsliðsmann. 14.6.2007 16:08
Liverpool staðfestir áhuga sinn á Benayoun Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að félagið hafi áhuga á að fá til sín ísraelska landsliðsmanninn Yossi Benayoun frá West Ham. Leikmaðurinn er þegar búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við West Ham til fimm ára en hefur dregið að skrifa undir. Stjórnarformaður Liverpool staðfesti áhuga félagsins í dag en neitaði að staðfesta fregnir um að félagið hefði boðið á bilinu 1-3 milljónir punda í hann. 14.6.2007 15:33
Baráttan um Bent Baráttan um enska landsliðsframherjann Darren Bent hjá Charlton fer nú harðnandi ef marka má frétt breska sjónvarpsins í morgun, en talið er að West Ham sé líklegasti viðkomustaður leikmannsins. Þar myndi hann hitta fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn Alan Curbishley. Verðmiðinn er sagður vera um 17 milljónir punda á þessum 23 ára gamla leikmanni. 14.6.2007 15:24
Jordan vann málið gegn Dowie Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, vann í dag skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Ian Dowie. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði logið þegar hann samdi sig út úr skuldbindingum sínum við félagið vorið 2006, en stakk svo af til grannliðsins Charlton. 14.6.2007 15:11
Jaaskelainen neitar Bolton Finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen hefur neitað tilboði félagsins um að framlengja samning sinn. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Sunderland og Manchester United og verður hann með lausa samninga eftir næstu leiktíð. Jaaskelainen gekk í raðir Bolton fyrir aðeins 100,000 pund árið 1997. 14.6.2007 15:09
Ledley King þarf í hnéuppskurð Fyrirliðinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í lítinn hnéuppskurð eftir að hafa meiðst lítillega í keppni með enska landsliðinu á dögunum. King var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð, en ætti að ná bata áður en keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni þann 11. ágúst. 14.6.2007 15:05
Meistararnir byrja gegn Reading Leikjaplanið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð var kynnt í dag. Íslendingalið Reading fær það erfiða verkefni að sækja meistara Manchester United heim í fyrstu umferðinni og mætir svo Chelsea í annari umferð. Sam Allardyce stjóri Newcastle fer með lið sitt á gamla heimavöllinn og mætir Bolton í fyrstu umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu umferðarnar. 14.6.2007 14:27
10 verstu leikmannakaup í sögu úrvalsdeildarinnar Breska blaðið Sun birtir í dag lista sinn yfir 10 verstu leikmannakaup í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Listinn er nokkuð áhugaverður og gaman að sjá hvernig nokkrir af færustu knattspyrnustjórum Englands hafa keypt köttinn í sekknum. 13.6.2007 21:45
Slúðrið á Englandi í dag Breska slúðurpressan er full af safaríkum fréttum af leikmannamarkaðnum í dag og sem fyrr er mikið rætt um menn sem talið er víst að skipta muni um heimilisfang í sumar. Einn þeirra er framherjinn Darren Bent hjá Charlton, en Star segir að West Ham muni kaupa hann á 18 milljónir punda í sumar og greiða honum 80,000 pund í vikulaun. 13.6.2007 14:56
Yfirtökutilboð í Blackburn á viðræðustigi Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn hafa staðfest að félagið sé í viðræðum við bandaríska fjárfesta um yfirtöku í félaginu en segja að enn sé langt í land með að samningar náist. Blackburn-menn hafa verið í grunnviðræðum við fjárfesta í nokkra mánuði. 13.6.2007 14:35
Styttist í ráðningu stjóra hjá Man City Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að úrvalsdeildarfélagið Manchester City muni ganga frá ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra innan viku. Juande Ramos, þjálfari Sevilla, og hollenski þjálfarinn Co Adriaanse eru sagðir efst á óskalista félagsins. 13.6.2007 14:29
Smith gæti farið frá United Framherjinn Alan Smith gæti farið frá Old Trafford í sumar ef hann fær ekki frekari staðfestingu á því að hann sé inni í myndinni með aðalliði Manchester United. Smith hefur ekki náð að vinna sér sæti í aðalliðinu síðan hann fótbortnaði illa á sínum tíma. 13.6.2007 14:26
Saha verður klár í upphafi leiktíðar Franski framherjinn Louis Saha hjá Manchester United mun ekki missa af fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdelidinni á næstu leiktíð eins og haldið var fram í fréttum á dögunum. Umboðsmaður Saha segir þær fréttir ekki réttar og segir Saha verða klárann í slaginn í fyrsta leik. Hann er nú í endurhæfingu í Frakklandi eftir vel heppnaða hnéaðgerð í Bandaríkjunum. 13.6.2007 14:24
Stáljöfur íhugar að kaupa Birmingham Milljarðamæringurinn Lakshimi Mittal hefur nú verið kynntur til sögunnar sem hugsanlegur kaupandi knattspyrnufélagsins Birmingham á Englandi. Mittal er fimmti ríkasti maður heims og er metinn á hátt í 20 milljarða punda. Hann er fæddur á Indlandi og komst til auðs í stáliðnaðinum. 12.6.2007 22:00