Enski boltinn

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Heiðar Helguson er orðaður við sitt gamla félag Watford
Heiðar Helguson er orðaður við sitt gamla félag Watford NordicPhotos/GettyImages

Íslenskir leikmenn koma við sögu í slúðurpakkanum í bresku blöðunum í morgun. Daily Mirror segir Manchester United vera á höttunum eftir Eiði Smára Guðjohnsen og þá segir The Times að Heiðar Helguson gæti verið á leið aftur til fyrrum félaga sinna í Watford.

Real Madrid og Barcelona eru að bítast um miðjumanninn Cesc Fabregas hjá Arsenal að mati Daily Mirror. AC Milan ætlar að keppa við Chelsea um að landa brasilíska undrabarninu Alexandre Pato - The Sun. Carlos Tevez hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á því að ganga í raðir Arsenal og Inter Milan -ýmsir.

Darren Bent gengur í raðir Tottenham fyrir 14 milljónir punda á næstu tveimur sólarhringum - Daily Star. Bolton ætlar að kaupa Leroy Lita frá Reading og ætlar honum að fylla skarð Nicolas Anelka sem er á förum frá félaginu - Daily Star. David Nugent er að bíða eftir því að Everton sýni honum áhuga eftir að hafa rætt við Sunderland og West Ham - The Sun.

Manchester City ætlar að reyna að stela miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham fyrir framan nefið á Liverpool sem er að reyna að festa kaup á honum - Daily Mirror. Roy Keane hjá Sunderland er að reyna að fá Leighton Baines frá Wigan sem metinn er á 6 milljónir - The Sun.

Daily Mail segir að Fernando Torres ætli að fara þess á leit við forráðamenn Atletico Madrid að hann fái að fara frá félaginu og ætlar Liverpool að bjóða spænska félaginu Djibril Cisse í skiptum að mati Daily Mirror. Parma hefur boðið Manchester United 6 milljónir punda í Giuseppe Rossi - The Times.

Arsenal mun bjóða Arsene Wenger 50% launahækkun í ljósi meints áhuga Barcelona um að fá hann í sínar raðir í framtíðinni - The Sun. FIFA og Enska knattspyrnusambandið hafa fallist á að greiða Newcastle 10 milljónir punda í skaðabætur vegna meiðsla Michael Owen á síðasta ári - Ýmsir. Loks segir Daily Mirror að Thierry Henry sé fyrsti leikmaðurinn hjá Barcelona til að klæðast treyju númer 14 síðan Johan Cruyff var og hét.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×