Enski boltinn

Ensk lið sögð berjast um að fá Eið Smára

AFP

Breska pressan var fljót að leggja saman tvo og tvo þegar ljóst varð að Thierry Henry væri á leið til Barcelona á Spáni og heldur því fram að Newcastle, Manchester United og Portsmouth séu nú öll að reyna að fá landsliðsfyrirliðann í sínar raðir.

Staða Eiðs er sögð hafa verið mjög tæp áður en Henry kom inn í myndina hjá Katalóníuliðinu og halda ensku blöðin því mörg hver fram í dag að nú sér fullvíst að Barcelona muni vera tilbúið að selja Eið fyrir um 8 milljónir punda. Sagt er að Sir Alex Ferguson sé tilbúinn að losa sig við Alan Smith og sé hrifinn af þeirri hugmynd um að láta Eið Smára spila saman í framlínu United.

Þá er sagt að Newcastle og Portsmouth séu mjög heit fyrir því að fá Eið í sínar raðir og að Sunderland og West Ham hafi líka mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig, sé þess nokkur kostur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×