Enski boltinn

Martin Jol á eftir leikmönnum Chelsea

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Þrátt fyrir að hafa nú þegar eytt um 27 milljónum punda í leikmenn er Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham, sagður vera að undirbúa tilboð í Shaun Wright-Phillips og Lassana Diarra. Þeir eru báðir leikmenn Chelsea, en hafa ekki fengið að spila mikið.

Tottenham hefur endað í 5. sæti síðastliðin tvö tímabil og greinilegt að Jol sér þessa tvo leikmenn sem mennina til að hjálpa liðinu í meistaradeildina.

Fyrr í sumar keypti Tottenham framherjann Darren Bent fyrir 17 milljónir punda og Gareth Bale fyrir 10 milljónir punda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×