Enski boltinn

Soutgate vill fá Grétar Rafn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Gareth Southgate, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, hefur staðfest áhuga sinn á íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni. Southgate er að leita að hægri bakverði þar sem Abel Xavier og Stuart Parnaby eru farnir frá félaginu og Tony McMahon er meiddur.

Orðrómur hefur verið um að Southgate væri áhugasamur um að kaupa Grétar Rafn, og nú hefur hann staðfest það á heimasíðu félagsins. „Hann er einn þeirra sem við erum að skoða, en ekkert tilboð hefur verið gert eins og staðan er í dag," sagði Southgate.

Grétar Rafn leikur í dag með hollenska liðinu AZ Alkmaar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×