Enski boltinn

Laugardagsslúðrið á Englandi

Shaun Wright-Phillips er orðaður við sitt gamla félag
Shaun Wright-Phillips er orðaður við sitt gamla félag NordicPhotos/GettyImages

Tíðindin af Thierry Henry hafa hleypt nýju blóði inn í slúðrið í enskum fjölmiðlum í dag og nokkur þeirra fullyrða að Arsene Wenger ætli sér að krækja í Carlos Tevez eða Nicolas Anelka til að fylla skarð Henry í framlínu Arsenal.

Manchester City er sagt ætla að bjóða 10 milljónir punda í fyrrum leikmann sinn Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea - The Sun. Darren Bent er sagður muni fara til Tottenham fyrir 16 milljónir punda sem yrði metfé hjá félaginu - Daily Mail. Daily Mirror segir að Roy Keane hjá Sunderland ætli sér að næla í framherjann David Nugent hjá Preston.

Alan Curbishley er sagður hafa beint sjónum sínum að Wayne Bridge hjá Chelsea eftir að honum mistókst að næla í Nicky Shorey hjá Reading - The Sun. Tilboð Manchester City í Sven-Göran Eriksson gæti snúist að mestu um peninga en talið er að Eriksson vilji fá 2,5 milljónir punda fyrir þriggja ára samning - The Sun.

Sam Allardyce hjá Newcastle er tilbúinn að gefa framherjanum Albert Luque annað tækifæri með liðinu eftir afleita byrjun - Ýmsir. Real Madrid gæti kosið að reyna að næla í Arsene Wenger eftir að Thierry Henry ákvað að ganga í raðir Barcelona - Daily Mail. Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga hefur skrifað stuðningsmannasamtöku enska landsliðsins og farið þess á leit að hætt verði að baula á Frank Lampard í landsleikjum - The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×