Enski boltinn

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

Heiðar Helguson er mikið í slúðrinu á Englandi um þessar mundir
Heiðar Helguson er mikið í slúðrinu á Englandi um þessar mundir NordicPhotos/GettyImages

Slúðurdálkarnir í bresku blöðunum eru fullir af safaríku efni í dag eins og venjulega og þar kemur meðal annars fram að forráðamenn LA Galaxy hafi farið þess á leit við David Beckham að hann stytti sumarfrí sitt, því liðið er í bullandi vandræðum í MLS deildinni.

Parma er búið að gera 6 milljón punda tilboð í Giuseppe Rossi - Guardian. Klásúla upp á 2,5 milljónir punda í samningi Fernando Torres við Atletico Madrid er það sem kemur í veg fyrir að hann gangi í raðir Liverpool - The Sun. Carlos Tevez fer til Inter Milan í sumar - Mirror.

Thaksin Shinawatra ætlar að kaupa Shaun Wright-Phillips aftur til Manchester City ef hann nær að kaupa félagið - Mirror. David Nugent gæti þurft að bíða fram til jóla ef hann ætlar að komast til Everton eins og hann óskar - The Sun. Wayne Bridge vill ekki fara frá Chelsea í sumar af því hann reiknar með því að verða fyrsti kostur í stöðu vinstri bakvarðar í liðinu næsta vetur - Daily Star.

Tottenham er tilbúið að hlusta á tilboð í Jermain Defoe ef liðið nær að landa Darren Bent - Mirror. Charlton mun hinsvegar ekki sætta sig við krónu minna en 17 milljónir punda fyrir Bent - Independent. Steve Bruce hjá Birmingham er að reyna að fá Mathieu Flamini frá Arsenal -The Sun. Roy Keane hjá Sunderland er að reyna að landa þeim Paul Robinson og Paul McShane frá West Brom - The Sun og Daily Mail.

Fulham hefur gert 4,5 milljón punda tilboð í Diomansy Kamara hjá West Brom eftir að Heiðar Helguson neitaði að fara þangað í skiptum - Mirror. Reading er búið að bjóða Leroy Lita nýjan samning upp á 20,000 pund í vikulaun til að reyna að halda honum hjá félaginu - Ýmsir.

Mike Ashley eigandi Newcastle er tilbúinn að eyða 50 milljónum punda til leikmannakaupa í sumar - Mirror. Sven Göran Eriksson verður þriðji launahæsti stjórinn í enska boltanum á eftir Mourinho og Ferguson þegar hann tekur við Man City - Express. West Ham hefur farið fram á milljón punda í skaðabætur vegna meiðsla Dean Ashton þegar hann var með landsliðinu - Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×