Enski boltinn

Ljungberg vill vera áfram hjá Arsenal

NordicPhotos/GettyImages
Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg ætlar ekki að fara frá Arsenal að sögn umboðsmanns leikmannsins. Ljungberg er þrítugur og hefur vakið áhuga liða víða á Englandi en hann átti við meiðsli að stríða síðasta vetur. "Freddie er samningsbundinn Arsenal til 2009 og hefur ekki áhuga á að fara frá félaginu," sagði umboðsmaðurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×