Enski boltinn

Vieri orðaður við Tottenham

Christian Vieri hefur farið mjög víða á ferlinum
Christian Vieri hefur farið mjög víða á ferlinum NordicPhotos/GettyImages
Ítalski framherjinn Christian Vieri sem síðast lék með Mónakó í Frakklandi er nú með lausa samninga og fregnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hafi augastað á honum. Vieiri hefur auk þess verið orðaður við lið eins og Genoa, Torino og Napoli. Vieri er 34 ára gamall og gerði garðinn frægan með liðum eins og Inter og Lazio á árum áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×