Enski boltinn

Vieira segir vanta stöðugleika hjá Arsenal

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Patrick Vieira, leikmaður Inter og fyrrverandi leikmaður Arsenal segir að Arsenal vanti stöðugleika og að leikmenn liðsins þurfi að vita hver framtíð liðsins er. Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Aresene Wenger hætti með liðið, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum.

Nú þegar hefur einn yfirgefið skútuna, en það var David Dein, aðstoðarframkvæmdastjóri liðsins. Þá hafa nokkrir leikmenn hótað að yfirgefa félagið ef að Wenger verði ekki áfram hjá liðinu, þar á meðal Thierry Henry og Francesc Fabregas.

„Ef að liðið missir Henry verður það mikið áfall fyrir liðið og leikmennina sem eftir verða hjá félaginu," sagði Vieira við Sunday Mirror.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×