Enski boltinn

Amerískur auðjöfur í viðræðum við Blackburn

NordicPhotos/GettyImages
Ameríski auðjöfurinn Daniel Williams hefur staðfest að hann sé í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn með hugsanlega yfirtöku í huga. Williams segir þó viðræður allar á frumstigi og allt of snemmt sé að tala um að verið sé að taka yfir félagið að svo stöddu - viðræður séu ekki komnar á það alvarlegt stig enn. Williams fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa verið inni í myndinni með að taka yfir félagið síðan í mars sl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×