Enski boltinn

Svekktur að fá ekki Bent

nordicphotos/afp

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er sársvekktur yfir því að Darren Bent kaus að semja ekki við félagið. Hamrarnir höfðu komist að samkomulagi um kaupverð við Charlton á Bent sem talið var nema um 16 milljónum punda en eftir eins dags viðræður ákvað Bent að semja ekki við félagið.

„Ég er mjög piraður yfir þessu máli. Við vorum nálægt því að semja við Darren, allt stefndi í að stærstu kaup í sögu West Ham yrðu að veruleika. Ég hlakkaði til að tilkynna þetta fyrir stuðningsmönnum okkar en við gefumst ekkert upp. Við munum halda áfram í að gera klúbbinn að einum af þeim bestu á Englandi," sagði Eggert.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×