Enski boltinn

Tevez áfram hjá West Ham?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Talið er að Carlos Tevez sé alveg við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham. Sagt er á erlendum netmiðlum að Eggert Magnússon ætli sér að gera allt til að halda Argentínumanninum hjá West Ham.

Talið er að nýja samningstilboðið hljómi upp á um 9 milljónir punda. Eggert er sagður ekki hræðast að verja þeim peningum í Tevez þar sem nýlega féllu niður kaup á framherjanum Darren Bent frá Charlton fyrir 17 milljónir punda.

Liverpool og Manchester United eru sögð hafa áhuga á leikmanninum og jafnframt er talið að Inter sé nú þegar búið að bjóða 32 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×