Fleiri fréttir

„Þú getur ekki hlaupið um og keyrt niður fólk“

Eyjamenn fengu víti á móti Fram í gær og í græna herbergi Stúkunnar voru menn ekki sammála um hvort um réttan dóm hafi verið að ræða. Stúkumenn fóru hins vegar yfir það hvernig þau mál enduðu áður en þeir komu inn í myndver til að taka upp þátt gærkvöldsins.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð

Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR?

Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð.

Blikar munu reyna verja titilinn í búningum frá Nike

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Nike. Það þýðir að lið Breiðabliks í Bestu deild karla mun klæðast búningum frá Nike þegar liðið hefur titilvörn sína vorið 2023.

Blikar unnu meistaratitilinn en hver vinnur kapphlaupið um markametið?

Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu þótt enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deild karla. Það er líka ljóst að Víkingur og KA fá hin Evrópusætin. Það er því kannski að litlu að keppa í lokaumferðunum en það er samt eitt markamet í boði fyrir bæði Blika og Víkinga.

Besti þátturinn: Steindi Jr. fór á kostum gegn Víkingum

Afturelding og Víkingur áttust við í sjöttu viðureign Besta þáttarins sem nú er komin út. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

„Fyrst og fremst er ég rosa­lega spenntur“

„Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Birkir á­fram á Hlíðar­enda

Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Verst geymda leyndarmálið staðfest

Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Jason Daði þarf að fara í að­gerð að loknu Ís­lands­mótinu

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna í kvöld eftir að titillinn var kominn í hús. Þar staðfesti hann að Jason Daði, vængmaður liðsins, hefði spilað meiddur stóran hluta Íslandsmótsins og þyrfti að fara í aðgerð eftir tímabilið.

Fagnaðar­læti Ís­lands­meistara Breiða­bliks: Myndir og myndbönd

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Liðið átti ekki leik en Víkingar, sem eru í öðru sæti, heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ. Víkingar urðu að vinna þar sem þeir voru eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná toppliðinu. Það tókst ekki og því er Breiðablik Íslandsmeistari þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni.

Breiða­blik Ís­lands­­meistari karla í fót­bolta árið 2022

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022.

„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“

Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik.

Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig

„Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári.

„Ekki skynjað mikið havarí“

Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag.

FH vill að Hafnar­fjarðar­bær loki vinnu­stöðum og skólum snemma í dag

Leikur FH og Leiknir fer fram á vinnu- og skólatíma í dag eftir að seinka þurfti leiknum um einn dag vegna veðurs. Þetta er leikur sem gæti ráðið örlögum liðanna í Bestu deildinni og FH-ingar vilja passa upp á það að fá sína stuðningsmenn á völlinn þótt að leikurinn fari fram á þessum óvanalega tíma.

Umfjöllun og viðtöl: KA 1-2 Breiðablik | Níu fingur Blika

Breiðablik er komið með níu fingur á Íslandsmeistarabikarnum eftir 1-2 sigur gegn KA í Bestu-deildinni í dag en Blikar þurfa nú aðeins tvö stig í viðbót í síðustu þrem leikjunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Ejub hættur en sonurinn samdi

Ejub Purisevic, maðurinn sem stýrði Víkingi Ólafsvík í tvígang upp í efstu deild karla í fótbolta, er á lausu eftir að hafa hætt störfum hjá Stjörnunni.

Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm

Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð.

Fyrstir í 29 ár til að skora sextíu mörk í efstu deild

Nýkrýndir bikarmeistarar Víkinga skoruðu í gær sitt sextugasta mark í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og eru aðeins annað félagið í sögu efstu deildar karla til að ná slíkum markafjölda á einu tímabili.

Sjáðu Danijel fylltan hetjumóð og glæsimark Telmo gegn FH

Víkingar gerðu endanlega út um vonir Vals um Evrópusæti með mögnuðum 3-2 endurkomusigri í Bestu deild karla í fótbolta og FH er enn í fallsæti eftir 2-1 tap í Vestmannaeyjum. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi.

Sjá næstu 50 fréttir