Fleiri fréttir

Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna

Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna.

Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta

Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar.

„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“

Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn.

Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar

Chris Harrington er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann kom inn í þjálfarateymi liðsins á miðju tímabili sem lauk um helgina og KR-liðið fallið úr efstu deild.

Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum.

Sjáðu fimm bestu mörk sumarsins

Bestu mörkin völdu fimm bestu mörk tímabilsins í Bestu deild kvenna í lokaþætti sumarsins sem var eftir lokaumferð deildarinnar á laugardag.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld

Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 

Arnar Bergmann: „Fannst þessi sigur verðskuldaður"

Arnar Bergmann Gunnlaugsson stýrði í dag Víkingi Reykjavík til sigurs í bikarkeppni karla í fótbolta í þriðja skiptið í röð sem keppnin er haldin. Arnar Bergmann telur sigur liðsins gegn FH í úrslitaleik keppninnar þetta árið hafa verið sanngjarnan. 

Nikolaj Hansen: „Gerist ekki betra en þetta"

Nikolaj Hansen reyndist hetja Víkings þegar liðið lagði FH að velli í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta í spennuþrungnum leik á Laugardalsvelli í dag. 

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni

Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir