Fleiri fréttir

Umfjöllun: Vonbrigði í Vesturbænum

Það voru kjöraðstæður í Vesturbænum þegar KR og Þróttur mættust í Pepsi-deild karla. Leikurinn sjálfur var hins vegar afar líflaus og niðurstaðan markalaust jafntefli sem eru vonbrigði fyrir KR en að sama skapi fín úrslit fyrir Þróttara.

Hrefna skoraði sex mörk fyrir KR

Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoraði öll sex mörk KR sem vann öruggan sigur á Keflavík á heimavelli í dag, 6-0. Ótrúlegur árangur hjá Hrefnu.

Albert aftur heim í Árbæinn

Albert Brynjar Ingason hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Fylki. Albert fékk ein af alls 215 félagaskiptum sem afgreidd voru í gær en leikmannamarkaðnum á ÍSlandi hefur nú verið lokað.

Töframarkið klárlega bleiku skónum að þakka

Andri Fannar Stefánsson skoraði stórbrotið mark í sigri KA á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í kvöld. Hann smellhitti boltann þegar hann kom svífandi úr loftinu, þrumaði honum með ristinni í stöngina og inn, fjær. Andri er fæddur árið 1991 og er mikið efni. Hann var maður leiksins á vellinum í kvöld.

KA vann grannaslaginn gegn Þór

KA fór með verðskuldaðan sigur úr grannaslagnum gegn Þór á Akureyrarvelli í kvöld. Andri Fannar Stefánsson skoraði líklega mark ársins í 1. deildinni og kom KA yfir í fyrri hálfleik og Norbert Farkas bætti við öðru marki í seinni hálfleik í 2-0 sigri.

Magnús Már aftur í Þrótt

Magnús Már Lúðvíksson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Þrótt eftir stutta dvöl í uppeldisfélagi sínu, KR.

Hólmar Örn frá í 6-8 vikur

Keflvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en nú er ljóst að Hólmar Örn Rúnarsson verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er ristarbrotinn.

Umfjöllun: Stjarnan skein skært á Valbjarnarvelli

Það var hvöss suðvestan átt sem heilsaði leikmönnum Þróttar og Stjörnunnar sem mættust á Valbjarnarvelli í kvöld í Pepsideild karla. Þróttarar ákváðu að byrja með vindinn í bakið og lék vindurinn nokkuð hlutverk fyrstu mínútur leiksins.

Ólafur: Erum enn að bæta okkur

Ólafur Þórðarson segir góða byrjun sinna manna í Fylki í Pepsi-deildinni mikilli vinnu að þakka og að leikmenn séu að leggja sig alla fram.

Gunnar Odds: Heppnir að tapa ekki stærra

„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik,“ sagði niðurlútur Gunnar Oddsson eftir að lærisveinar hans hlutu 6-0 skell á heimavelli sínum í kvöld gegn Stjörnunni.

Marel: Við vorum virkilega grimmir

Marel Jóhann Baldvinsson spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Val í leiknum gegn Fjölni í kvöld og átti frábæran leik, skoraði mark og lagði upp annað. Hann var auðvitað ánægður í leikslok.

Kristján: Spiluðum einfaldlega illa

Kristján Guðmundsson sagði fátt jákvætt við leik sinna manna í Keflavík eftir leikinn í Árbænum í kvöld. Fylkir vann 2-0 sigur á Keflvíkingum.

Heimir Guðjónsson: Sterkur sigur

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var mjög sáttur eftir að hafa horft á lið sitt landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í ár.

Bjarni Jóh.: Þetta eru að verða karlmenn

„Já þetta var ótrúlega sprækur leikur af okkar hálfu,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar að loknum 6-0 sigri sinna manna á Þrótti á Valbjarnarvelli.

Jónas Guðni: Létum veðrið ekki pirra okkur

„Þetta var sannfærandi sigur. Bæði lið voru lengi að finna taktinn enda voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki upp á það besta hér í kvöld," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, sem lék afar vel á miðjunni hjá KR-ingum í 0-4 sigri þeirra á Grindavík.

Steinþór: Nú fer ég beint upp í skóla að læra

Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Stjörnunni fóru illa með Þróttara í Laugardalnum í kvöld og unnu 6-0 stórsigur. Stjarnan hefur fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi-deildarinnar.

Orri Freyr: Þetta er skandall

„Það er lítið að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Það verður bara að segjast eins og er. Í hvert skipti sem við missum boltann er okkur refsað," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, hundfúll eftir 0-4 tapið gegn KR í kvöld.

Willum: Menn spiluðu með hjartanu

Valsmenn unnu þægilegan 3-1 sigur á Fjölni í kvöld á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Willum Þór Þórsson var vitaskuld ánægður að leik loknum.

Umfjöllun: FH af botninum

FH vann góðan sigur á Fram, 2-1 og náði sér í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu í ár.

Íhugar að seinka leik Vals og Fjölnis annað árið í röð

„Ég er búinn að vera að hugsa um það í allan dag hvort ég eigi að gera þetta aftur. Þó ekki væri nema bara upp á húmorinn. Ég myndi þó ekki seinka honum um korter núna. Kannski bara í 5-10 mínútur," sagði Benedikt Bóas Hinriksson, fjölmiðlafulltrúi Vals.

Umfjöllun: Draumabyrjun Fylkismanna

Fylkismenn hafa byrjað Pepsi-deildina af miklum krafti og er nú eina liðið sem hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur umferðunum.

Umfjöllun: KR rúllaði yfir Grindavík

KR-ingar byrja Íslandsmótið ákaflega vel í ár ólíkt því sem hefur verið upp á teningnum síðustu ár. KR vann sinn annan leik í röð er það sótti Grindavík heim. Lokatölur 0-4 fyrir KR.

Freyr: Við guggnuðum

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var heldur niðurlútur eftir að hans lið tapaði fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld á dramatískan máta.

Erna: Veitir okkur sjálfstraust

Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Breiðabliks, var himinlifandi með sigur sinna manna á Val á Vodafone-vellinum í kvöld.

Rakel: Okkar tími mun koma

Rakel Logadóttir, leikmaður Vals, var orðlaus eftir ótrúlegan 3-2 sigur Breiðabliks á Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun: Ótrúlegur sigur Blika

Breiðablik vann 3-2 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna en Valur hafði 2-1 forystu í leiknum þegar að venjulegur leiktími rann út.

Umfjöllun: Alfreð tryggði Blikum sigur í Eyjum

Breiðablik skaust í toppsætið eftir 0-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Breiðablik hefur unnið báða sína leiki á meðan Eyjamenn eru stigalausir og hafa ekki enn skorað mark.

Sverrir kominn til FH

Nú er ljóst að Sverrir Garðarsson mun spila með FH-ingum í sumar eftir að gengið var frá lánssamningi þess efnis við sænska B-deildarliðið GIF Sundsvall.

Blikar fljúga frá Bakka til Eyja

ÍBV leikur sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deild karla í kvöld og verður þá lið Breiðabliks í heimsókn. Þó nokkuð rok hefur verið á suðurlandi í dag en þó er enn flogið til Eyja.

Pólskur kranamaður á línunni í Eyjum í kvöld

2. umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með leik ÍBV og Breiðabliks. Athygli vekur að annar aðstoðarmaður Kristinn Jakobssonar dómara er hinn pólski Tomasz Jacek Napierajczyk.

Stelpurnar mæta Svíum aftur í úrslitakeppni EM

Íslenska stúlknalandsliðið lenti í riðli með Englandi, Noregi og Svíþjóð þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni EM hjá 19 ára landsliðum kvenna í Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Paul Mcshane spilar eftir allt saman með Fram

Framarar fengu góðan liðstyrk í dag þegar Paul Mcshane ákvað að spila með liðinu en hann hafði áður tilkynnt að hann ætlaði að vera í Skotlandi í sumar.

Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus

„Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir