Íslenski boltinn

Umfjöllun: KR rúllaði yfir Grindavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Orri Hjaltalín og Jónas Guðni Sævarsson í leik liðanna á síðasta keppnistímabili.
Orri Hjaltalín og Jónas Guðni Sævarsson í leik liðanna á síðasta keppnistímabili. Mynd/Vilhelm

KR-ingar byrja Íslandsmótið ákaflega vel í ár ólíkt því sem hefur verið upp á teningnum síðustu ár. KR vann sinn annan leik í röð er það sótti Grindavík heim. Lokatölur 0-4 fyrir KR.

Það var gríðarlegur vindur í Grindavík og KR sótti með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Heimamenn sprækari samt framan af en KR tók fljótt völdin.

Þeim gekk þó lítið að skapa færi og skottilraunir flestar máttlitlar. Undir lok hálfleiksins brast þó stíflan er Gunnar Örn fékk laglega stungusendingu sem hann kláraði vel.

KR átti tíu skot í fyrri hálfleik en Grindavík ekki eitt einasta. Ekki einu sinni skot af 40 metra færi.

Heimamenn reyndu að færa sig framar á völlinn í síðari hálfleik en varnarleikur KR var þéttur og slagkrafturinn í sóknarleik Grindavíkur nánast enginn. KR-vörnin þurfti í raun ekki að hafa mikið fyrir hlutunum.

Skyndisóknir KR-inga voru ágætar og úr einni slíkri komst KR í 0-2. Ramsay virtist þá setja boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Gunnars Arnar. Hann var þó með Jordao á bakinu sem hefði líklegast skorað ef Ramsay hefði ekki sett hann sjálfur í markið eins og það leit út fyrir blaðamönnum.

Nánast allur vindur fór úr Grindvíkingum eftir það. KR varðist fimlega og refsaði í tvígang eftir mistök Markos. Fyrst tapaði hann boltanum til Óskars Arnar sem lagði boltann á Prince sem skoraði auðveldlega.

Svo braut Marko á Guðmundi Péturssyni undir lokin í teignum. Björgólfur skoraði úr vítinu en naumlega þó.

Vesturbæingar því á mikilli siglingu í upphafi móts og virðast líklegir til afreka.

Grindavík-KR 0-4

0-1 Gunnar Örn Jónsson (41.)

0-2 Scott Ramsay, sjm (65.)

0-3 Prince Rajcomar (73.)

0-4 Björgólfur Takefusa, víti (90.)

Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.060

Dómari: Einar Örn Daníelsson (7).

Skot (á mark): 10-15 (3-8)

Varin skot: Óskar 4 - Stefán 3

Horn: 6-2

Aukaspyrnur fengnar: 13-13

Rangstöður: 2-2

Grindavík (4-5-1)

Óskar Pétursson 6

Marko Valdimar Stefánsson 3

Zoran Stamenic 5

Eysteinn Hún Hauksson Kjerúlf 6

Jósef Kristinn Jósefsson 5

Orri Freyr Hjaltalín 6

(76., Óttar Steinn Magnússon -)

Jóhann Helgason 4

Scott Ramsay 4

Óli Baldur Bjarnason 3

(60., Sveinbjörn Jónasson 4)

Bogi Rafn Einarsson 4

(60., Þórarinn Kristjánsson 4)

Gilles Mbang Ondo 5

KR (4-4-2)

Stefán Logi Magnússon 6

Skúli Jón Friðgeirsson 5

Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6

Bjarni Guðjónsson 6

Jordao Diogo 4

Óskar Örn Hauksson 4

Jónas Guðni Sævarsson 7 - maður leiksins

Baldur Sigurðsson 4

(74., Guðmundur Pétursson -)

Gunnar Örn Jónsson 6

(79., Atli Jóhannsson -)

Björgólfur Takefusa 6

Prince Rajcomar 5

(83., Guðmundur Benediktsson -)


Tengdar fréttir

Jónas Guðni: Létum veðrið ekki pirra okkur

„Þetta var sannfærandi sigur. Bæði lið voru lengi að finna taktinn enda voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki upp á það besta hér í kvöld," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, sem lék afar vel á miðjunni hjá KR-ingum í 0-4 sigri þeirra á Grindavík.

Orri Freyr: Þetta er skandall

„Það er lítið að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Það verður bara að segjast eins og er. Í hvert skipti sem við missum boltann er okkur refsað," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, hundfúll eftir 0-4 tapið gegn KR í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×