Íslenski boltinn

Bjarni Jóh.: Þetta eru að verða karlmenn

Sólmundur Hólm skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.

„Já þetta var ótrúlega sprækur leikur af okkar hálfu," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar að loknum 6-0 sigri sinna manna á Þrótti á Valbjarnarvelli.

„Menn voru eins og beljur að vori á grasinu," sagði Bjarni en Stjörnumenn spila heimaleiki sína á gervigrasi. „Það er alltaf ákveðin stemning að spila á grasi."

Bjarni hefur mikla trú á sínum mönnum. „Við erum með dugnaðarlið og það er steming eftir góða byrjun síðast," segir Bjarni en Stjörnumenn sitja nú á toppnum.

„Þetta er kannski stórhættulegur sigur maður," sagði hann en bætti við: „Það er samt alltaf gaman þegar leikmenn koma þjálfaranum sínum á óvart með ferskum leik."

Innan knattspyrnuheimsins er þekktur frasi Bjarna þar sem hann skipar sínum mönnum að „fara þetta bara á bringuhárunum."

Fóru þínir menn þetta á bringuhárunum í kvöld? „Já þeir eru farnir að safna bringuhárum þessir drengir. Þetta eru að verða karlmen," sagði sigurreifur Bjarni Jóhannsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×