Íslenski boltinn

Olgeir: Alltaf gaman að koma á Hásteinsvöll

Ellert Scheving skrifar
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.

Olgeir Sigurgeirsson fyrrum leikmaður ÍBV var að vonum ánægður eftir leikinn og sagði það alltaf vera gaman að spila í Eyjum.

„Það er alltaf gaman að spila í Eyjum, Hásteinn er flottasti völlur landsins. Þetta er í annað skiptip sem ég kem hingað með Blikum og ég hef ekki tapað enn."

Olgeir segir að lítið sé lagt upp úr flóknu leikskipulagi þegar aðstæður séu eins og þær voru í Eyjum í kvöld.

„Við reyndum bara að pressa undan vindi og skjóta á markið en það var svo sem allt og sumt. Það er bara þannig að liðið sem berst meira og er betur skipulagt varnarlega það vinnur við svona aðstæður."

Blikar mæta Íslandsmeisturum FH í næstu umferð. FH-ingar töpuðu fyrir Keflavík í fyrstu umferð og mæta því áreiðanlega tvíefldir til leiks en Olgeir segist bara hlakka til viðureignarinnar.

„Tilfinningin fyrir næsta leik er bara mjög góð, við erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina og við ætlum bara að vinna þanna þriðja á mánudaginn."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×