Íslenski boltinn

Auðun Helgason: Eigum dálítið í land

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Auðun Helgason, fyrirliði Fram.
Auðun Helgason, fyrirliði Fram. Mynd/Vilhelm
„Við byrjuðum vel og skorum snemma. Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Þá var allt eins og það átti að vera og þeir náðu ekki að skapa mikið af færum. Við vorum í stöðunum og vorum að berjast. Síðan náðum við ekki að fylgja því eftir," sagði Auðun

„Það er eins og við höfum verið dálítið hikandi í síðari hálfleik. Það verður til þess að þeir skora snemma. Þeir eru meira með boltann en ég er ósáttur við að náum ekki að koma hærra á völlinn og halda boltanum betur. Við missum hann of fljótt og þeir koma trekk í trekk á okkur."

Það virðist vera sem lið Fram springi og hafi ekki úthald til að klára leikinn. „Það er kannski af því við erum þrír mjög tæpir. Ég var tæpur fyrir leikinn og hélt út í 45 og það sama með Daða. Við áttum að geta haldið þetta út. Við þurfum að fara inn í okkur og gera betur."

„Við sköpum okkur færi og erum inni í leiknum í stöðunni 1-1. Það vantar ennþá uppá. Við erum ekki komnir í okkar besta form og eigum dálítið í land. Við erum með hörkumannskap og það er samkeppni í liðinu. Við ætlum að vera í efri hlutanum, alveg hreinar línur. Það er ekkert annað inni í myndinni. Við þurfum að bæta okkur og við gerum það. Við erum aðeins eftir á og við vitum af því en það kemur fljótt," sagði varnarmaðurinn sterki að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×