Íslenski boltinn

Arnór Eyvar: Hásteinsvöllur verður vígi í sumar

Ellert Scheving skrifar
Arnór Eyvar Ólafsson.
Arnór Eyvar Ólafsson. Mynd/Daníel

Arnór Eyvar Ólafsson varnarmaður ÍBV var ekki sáttur í leikslok eftir 0-1 tap liðsins á móti Breiðabliki í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Við sköpuðum okkar klárlega ekki nóg í sókninni og það verður að laga. Fyrri hálfleikurinn fannst mér þó vera fínn af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var hrikalega slakur og það vantaði bara alla baráttu í okkar lið."

Eyjamenn mæta Stjörnunni í næstu umferð og Arnór segir að hans lið verði að næla í öll stigin í Garðabænum.

„Við förum í þann leik til að vinna hann, við verðum að vinna hann til að koma okkur í gang."

Hásteinsvöllur hefur alltaf verið erfiður heim að sækja og segir Arnór að í sumar verðir engin breyting þar á. „Hásteinn á að vera vígi og þar eigum við að taka 33 stig."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×