Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 12:51 Þróttarar eru í harðri baráttu um að komast upp í Lengjudeildina. Leikmenn áttu enga sök á sektinni sem félagið hefur nú hlotið. Facebook/Þróttur Vogum Þróttur Vogum hefur hlotið 200.000 króna sekt vegna vítaverðrar framkomu áhorfanda á leik liðsins við KFG í Garðabæ í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt frétt Fótbolta.net beindist framkoma áhorfandans að dómurum leiksins og mun hann hafa látið dómarana heyra það áður en hann hrækti svo og lenti hrákann á einum af dómurunum. Þó að leikurinn hafi farið fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og verið heimaleikur KFG þá hlaut Þróttur Vogum sektina þar sem að um var að ræða stuðningsmann gestaliðsins. Af leikskýrslu að dæma var mikill hiti í leiknum en honum lauk með 4-3 sigri KFG og hlutu tveir leikmanna Þróttar beint rautt spjald í leiknum. Hreinn Ingi Örnólfsson, sem skorað hafði fyrsta mark leiksins, var rekinn af velli á 66. mínútu áður en Djordje Biberdzic kom KFG í 3-2 úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson var svo einnig sendur í bað í uppbótartíma leiksins. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, harmar í samtali við Fótbolta.net hegðun stuðningsmannsins: „Þetta er í fyrsta skipti sem svona gerist, og við munum taka þetta alvarlega innan félagsins,“ segir Marteinn og munu Þróttarar ekki áfrýja úrskurðinum. Þeir ætla að gera ráðstafanir til þess að draga úr líkum á að sagan endurtaki sig og munu framvegis fjórir gæsluliðar mæta á útileiki Þróttar það sem eftir er tímabils, að sögn Marteins. Þá krefst hann þess að áhorfandinn gefi sig fram. Eftir 18 umferðir af 22 á Þróttur góða möguleika á að komast upp úr 2. deildinni. Liðið er í 2. sæti með 33 stig, tveimur stigum á eftir Ægi og stigi á undan Gróttu en einnig er skammt niður í Dalvík/Reyni (29), Hauka (28) og Kormák/Hvöt (28). Þróttur Vogum Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Samkvæmt frétt Fótbolta.net beindist framkoma áhorfandans að dómurum leiksins og mun hann hafa látið dómarana heyra það áður en hann hrækti svo og lenti hrákann á einum af dómurunum. Þó að leikurinn hafi farið fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og verið heimaleikur KFG þá hlaut Þróttur Vogum sektina þar sem að um var að ræða stuðningsmann gestaliðsins. Af leikskýrslu að dæma var mikill hiti í leiknum en honum lauk með 4-3 sigri KFG og hlutu tveir leikmanna Þróttar beint rautt spjald í leiknum. Hreinn Ingi Örnólfsson, sem skorað hafði fyrsta mark leiksins, var rekinn af velli á 66. mínútu áður en Djordje Biberdzic kom KFG í 3-2 úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson var svo einnig sendur í bað í uppbótartíma leiksins. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, harmar í samtali við Fótbolta.net hegðun stuðningsmannsins: „Þetta er í fyrsta skipti sem svona gerist, og við munum taka þetta alvarlega innan félagsins,“ segir Marteinn og munu Þróttarar ekki áfrýja úrskurðinum. Þeir ætla að gera ráðstafanir til þess að draga úr líkum á að sagan endurtaki sig og munu framvegis fjórir gæsluliðar mæta á útileiki Þróttar það sem eftir er tímabils, að sögn Marteins. Þá krefst hann þess að áhorfandinn gefi sig fram. Eftir 18 umferðir af 22 á Þróttur góða möguleika á að komast upp úr 2. deildinni. Liðið er í 2. sæti með 33 stig, tveimur stigum á eftir Ægi og stigi á undan Gróttu en einnig er skammt niður í Dalvík/Reyni (29), Hauka (28) og Kormák/Hvöt (28).
Þróttur Vogum Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira