Íslenski boltinn

Marel: Við vorum virkilega grimmir

Smári Jökull Jónsson skrifar
Marel Baldvinsson.
Marel Baldvinsson.

Marel Jóhann Baldvinsson spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Val í leiknum gegn Fjölni í kvöld og átti frábæran leik, skoraði mark og lagði upp annað. Hann var auðvitað ánægður í leikslok.

"Ég er sáttur með leikinn. Þetta fór eins og við ætluðum. Við vorum auðvitað gríðarlega svekktir með tapið gegn Fylki í 1.umferðinni og lögðum upp með að mæta dýrvitlausir til leiks og það gekk upp. Við vorum sóknarsinnaðri í dag, spiluðum með tvo framherja í stað þess að vera með einn og ákváðum þar með að færa okkur framar. Það hentaði okkur vel því við vorum virkilega grimmir," sagði Marel og bætti við að hann hefði ekki verið hissa að byrja á bekknum í síðasta leik.

"Nei það var í raun bara eðlilegt því ég er búinn að vera lítið í bolta síðan í fyrra og mér fannst þetta ganga vonum framar í dag því ég bjóst ekki við að halda svona lengi út í dag. Willum henti mér inn í dag og þá er auðvitað bara að taka á því."

Marel og Helgi Sigurðsson spiluðu saman í framlínu Vals í kvöld og mynduðu eitrað sóknarpar.

"Við vorum að ná saman og vorum að finna hvorn annan. Helgi er auðvitað frábær leikmaður sem er gaman að spila með og vonandi verður áframhald á góðu samstarfi," bætti kampakátur Marel við í lok leiks.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×