Íslenski boltinn

Valur Fannar dregur til baka ummælin um dýrasta lið Íslandssögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur Fannar Gíslason í leik á móti Val í fyrra.
Valur Fannar Gíslason í leik á móti Val í fyrra. Mynd/Arnþór

Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis í Pepsi-deild karla, hefur sent frá yfirlýsingu vegna ummæla sem höfð voru eftir honum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Valur Fannar og félagar í Fylki unnu Valsmenn 1-0 í fyrstu umferðinni í Pepsi-deildinni á sunnudagskvöldið og eftir leikinn mætti hann í sjónvarpsviðtal. Viðtalið var sýnt í fréttum Stö0ðvar 2 í gærkövldi.

„Þeir spiluðu eins og við gerðum ráð fyrir. Þeir eru með dýrasta lið Íslandssögunnar og auðvitað eiga þeir að gera betur. Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag fannst mér," sagði Valur Fannar Gíslason sagði í viðtalinu.

Yfirlýsing Vals Fannars var birt á bæði heimsíðum Fylkis og Vals í dag.

Yfirlýsingin frá Val Fannari Gíslasyni hljóðar þannig:

Ég undirritaður vil hér með draga til baka ummæli mín eftir leik Fylkis og Vals í Pepsídeild karla þann 10. mai síðastliðinn.

Þau ummæli sem ég lét hafa eftir mér voru engan veginn til þess fallin að gera lítið úr mótherjum mínum né rýra það góða starf sem á sér stað á Hlíðarenda heldur eingöngu sögð til gamans.

Ég á marga góða félaga í Val og voru orð mín eingöngu sögð til að skjóta léttum skotum á félaga mína í Val þar sem við Fylkismenn vorum klárlega í hlutverki litla liðsins í þessum leik.

Að lokum vil ég þakka Valsmönnum fyrir góðan leik og óska þeim alls hins besta á komandi sumri.

Valur Fannar Gíslason

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×