Umfjöllun: Ótrúlegur sigur Blika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2009 20:04 Fanndís Friðriksdóttir skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Blika. Mynd/Auðunn Breiðablik vann 3-2 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna en Valur hafði 2-1 forystu í leiknum þegar að venjulegur leiktími rann út. Þær Harpa Þorsteinsdóttir og Anna Björg Þorvarðardóttir skoruðu síðustu tvö mörk Blika í uppbótartíma en Valur hafði þá lengst af verið sterkari aðilinn í leiknum. Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir á elleftu mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Guðný Petrína Þórðardóttir metin fyrir Val. Kristín Ýr Bjarnadóttir kom svo þeim rauðklæddu yfir í síðari hálfleik og virtist sem svo að það myndi reynast sigurmarkið. En annað átti eftir að koma í ljós. Blikar byrjuðu betur í leiknum og komst Fanndís snemma í ágætt færi eftir að hafa farið framhjá Pálu Marie Einarsdóttur, varnarmanni Vals. Skot hennar hitti þó ekki á mark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var Fanndís aftur á ferðinni. Hún lék aftur á Pálu, þá Sif Atladóttir og í þetta sinn brást henni ekki bogalistin. Hún skoraði með hnitmiðu skoti. Valsmenn létu þó þetta ekki á sig fá og reyndu að sækja af fremsta megni. Þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað á 13. mínútu en boltinn fór yfir markið. Vindurinn stóð á mark Blika í fyrri hálfleik og því reyndust útspörk markvarða erfið viðfangs. Eftir eitt slíkt náði Rakel Logadóttir að hirða boltann af varnarmanni Vals, lék á annan og náði góðri sendingu fyrir markið. Þar var Guðný Petrína Þórðardóttir mætt á réttan stað og skoraði með skalla af stuttu færi. Markið kom á 14. mínútu. Guðný komst svo nálægt því að skora öðru sinni aðeins átta mínútum síðar. Katrín Jónsdóttir lagði þá boltann á Guðnýju sem var í góðri stöðu en skaut framhjá. Fanndís var aftur í eldlínunni stuttu síðar. Hún náði að hirða boltann af varnarmanni Vals og kom sér í prýðilega stöðu en skot hennar fór líka framhjá markinu. Valur var þó sterkari aðilinn í leiknum eftir að jöfnunarmarkið kom og þó svo að Blikar hafi byrjað betur fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik dró fljótlega af þeim. Þó svo að Valur hafi leikið gegn vindi í síðari hálfleik héldu þær áfram að stjórna leiknum. Það var þó lítið um færi lengst af í síðari hálfleik og þeim meira barist um boltann á miðjum vellinum. Sóknir Vals voru þó hættulegri og átti Rakel ágætt skot að marki Blika eftir eina slíka en Elsa Hlín Einarsdóttir, markvörður Blika, var vel á verði. Elsa gerði sig þó seka um slæm mistök í síðari marki Valsmanna í leiknum. Boltinn barst inn á teig úr innkasti og skallaði varamaðurinn Kristín Ýr að marki. Skallinn var þó ekki fastur en Elsa missti boltann í markið. Aðeins tveimur mínútum síðar var nánast endurtekning á þessu sama atviki en í þetta sinn hafnaði boltinn í stönginni á marki gestanna. Blikar virtust vakna til lífsins eftir þetta og settu allt á fullt í sóknarleik sínum enda með sterkan vind í bakið. Þær fengu hættulegt færi á 88. mínútu er Sandra Sif Magnúsdóttir átti skot í utanverða stöngina úr aukaspyrnu. Öll von virtist úti fyrir Blika en í uppbótartíma kom jöfnunarmarkið. Fanndís var með boltann hægra megin í teignum, lagði hann út á Hörpu sem skoraði með góðu skoti úr miðjum vítateignum. En þar með var dramatíkinni ekki lokið. Blikar fengu hornspyrnu og hreinsuðu Valsmenn boltann frá marki eftir hana. Boltinn barst út á völl þar sem aftasti útileikmaður Blika, Anna Birna, lét einfaldlega vaða að marki af 35 metra færi. Þar kom vindurinn að góðum notum og söng knötturinn í netmöskvunum. Niðurstaðan því ótrúlegur sigur Blikastúlkna.Valur - Breiðablik 2-3 0-1 Fanndís Friðriksdóttir (11.) 1-1 Guðný Petrína Þórðardóttir (14.) 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (74.) 2-2 Harpa Þorsteinsdóttir (91.) 2-3 Anna Birna Þorvarðardóttir (93.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Vilhjálmur Alvar ÞórarinssonSkot (á mark): 8-15 (7-10)Varin skot: María 7 - Elsa 4.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 6-8Rangstöður: 4-3 Valur (4-3-3): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir (64. Dagný Brynjarsdóttir) Pála Marie Einarsdóttir Embla Grétarsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Dóra María Lárusdóttir Rakel Logadóttir (85. Thelma Björk Einarsdóttir) Guðný Petrína Þórðardóttir (69. Kristín Ýr Bjarnadóttir) Hallbera Guðný GísladóttirBreiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Hekla Pálmadóttir Erna Björk Sigurðardóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Freyr: Við guggnuðum Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var heldur niðurlútur eftir að hans lið tapaði fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld á dramatískan máta. 13. maí 2009 21:53 Erna: Veitir okkur sjálfstraust Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Breiðabliks, var himinlifandi með sigur sinna manna á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 13. maí 2009 21:47 Rakel: Okkar tími mun koma Rakel Logadóttir, leikmaður Vals, var orðlaus eftir ótrúlegan 3-2 sigur Breiðabliks á Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 13. maí 2009 21:41 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Breiðablik vann 3-2 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna en Valur hafði 2-1 forystu í leiknum þegar að venjulegur leiktími rann út. Þær Harpa Þorsteinsdóttir og Anna Björg Þorvarðardóttir skoruðu síðustu tvö mörk Blika í uppbótartíma en Valur hafði þá lengst af verið sterkari aðilinn í leiknum. Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir á elleftu mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Guðný Petrína Þórðardóttir metin fyrir Val. Kristín Ýr Bjarnadóttir kom svo þeim rauðklæddu yfir í síðari hálfleik og virtist sem svo að það myndi reynast sigurmarkið. En annað átti eftir að koma í ljós. Blikar byrjuðu betur í leiknum og komst Fanndís snemma í ágætt færi eftir að hafa farið framhjá Pálu Marie Einarsdóttur, varnarmanni Vals. Skot hennar hitti þó ekki á mark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var Fanndís aftur á ferðinni. Hún lék aftur á Pálu, þá Sif Atladóttir og í þetta sinn brást henni ekki bogalistin. Hún skoraði með hnitmiðu skoti. Valsmenn létu þó þetta ekki á sig fá og reyndu að sækja af fremsta megni. Þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað á 13. mínútu en boltinn fór yfir markið. Vindurinn stóð á mark Blika í fyrri hálfleik og því reyndust útspörk markvarða erfið viðfangs. Eftir eitt slíkt náði Rakel Logadóttir að hirða boltann af varnarmanni Vals, lék á annan og náði góðri sendingu fyrir markið. Þar var Guðný Petrína Þórðardóttir mætt á réttan stað og skoraði með skalla af stuttu færi. Markið kom á 14. mínútu. Guðný komst svo nálægt því að skora öðru sinni aðeins átta mínútum síðar. Katrín Jónsdóttir lagði þá boltann á Guðnýju sem var í góðri stöðu en skaut framhjá. Fanndís var aftur í eldlínunni stuttu síðar. Hún náði að hirða boltann af varnarmanni Vals og kom sér í prýðilega stöðu en skot hennar fór líka framhjá markinu. Valur var þó sterkari aðilinn í leiknum eftir að jöfnunarmarkið kom og þó svo að Blikar hafi byrjað betur fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik dró fljótlega af þeim. Þó svo að Valur hafi leikið gegn vindi í síðari hálfleik héldu þær áfram að stjórna leiknum. Það var þó lítið um færi lengst af í síðari hálfleik og þeim meira barist um boltann á miðjum vellinum. Sóknir Vals voru þó hættulegri og átti Rakel ágætt skot að marki Blika eftir eina slíka en Elsa Hlín Einarsdóttir, markvörður Blika, var vel á verði. Elsa gerði sig þó seka um slæm mistök í síðari marki Valsmanna í leiknum. Boltinn barst inn á teig úr innkasti og skallaði varamaðurinn Kristín Ýr að marki. Skallinn var þó ekki fastur en Elsa missti boltann í markið. Aðeins tveimur mínútum síðar var nánast endurtekning á þessu sama atviki en í þetta sinn hafnaði boltinn í stönginni á marki gestanna. Blikar virtust vakna til lífsins eftir þetta og settu allt á fullt í sóknarleik sínum enda með sterkan vind í bakið. Þær fengu hættulegt færi á 88. mínútu er Sandra Sif Magnúsdóttir átti skot í utanverða stöngina úr aukaspyrnu. Öll von virtist úti fyrir Blika en í uppbótartíma kom jöfnunarmarkið. Fanndís var með boltann hægra megin í teignum, lagði hann út á Hörpu sem skoraði með góðu skoti úr miðjum vítateignum. En þar með var dramatíkinni ekki lokið. Blikar fengu hornspyrnu og hreinsuðu Valsmenn boltann frá marki eftir hana. Boltinn barst út á völl þar sem aftasti útileikmaður Blika, Anna Birna, lét einfaldlega vaða að marki af 35 metra færi. Þar kom vindurinn að góðum notum og söng knötturinn í netmöskvunum. Niðurstaðan því ótrúlegur sigur Blikastúlkna.Valur - Breiðablik 2-3 0-1 Fanndís Friðriksdóttir (11.) 1-1 Guðný Petrína Þórðardóttir (14.) 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (74.) 2-2 Harpa Þorsteinsdóttir (91.) 2-3 Anna Birna Þorvarðardóttir (93.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Vilhjálmur Alvar ÞórarinssonSkot (á mark): 8-15 (7-10)Varin skot: María 7 - Elsa 4.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 6-8Rangstöður: 4-3 Valur (4-3-3): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir (64. Dagný Brynjarsdóttir) Pála Marie Einarsdóttir Embla Grétarsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Dóra María Lárusdóttir Rakel Logadóttir (85. Thelma Björk Einarsdóttir) Guðný Petrína Þórðardóttir (69. Kristín Ýr Bjarnadóttir) Hallbera Guðný GísladóttirBreiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Hekla Pálmadóttir Erna Björk Sigurðardóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Harpa Þorsteinsdóttir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Freyr: Við guggnuðum Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var heldur niðurlútur eftir að hans lið tapaði fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld á dramatískan máta. 13. maí 2009 21:53 Erna: Veitir okkur sjálfstraust Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Breiðabliks, var himinlifandi með sigur sinna manna á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 13. maí 2009 21:47 Rakel: Okkar tími mun koma Rakel Logadóttir, leikmaður Vals, var orðlaus eftir ótrúlegan 3-2 sigur Breiðabliks á Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 13. maí 2009 21:41 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Freyr: Við guggnuðum Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var heldur niðurlútur eftir að hans lið tapaði fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld á dramatískan máta. 13. maí 2009 21:53
Erna: Veitir okkur sjálfstraust Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Breiðabliks, var himinlifandi með sigur sinna manna á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 13. maí 2009 21:47
Rakel: Okkar tími mun koma Rakel Logadóttir, leikmaður Vals, var orðlaus eftir ótrúlegan 3-2 sigur Breiðabliks á Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 13. maí 2009 21:41