Íslenski boltinn

Paul Mcshane spilar eftir allt saman með Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul McShane leikur með Fram í sumar.
Paul McShane leikur með Fram í sumar. Mynd/Anton

Framarar fengu góðan liðstyrk í dag þegar Paul Mcshane ákvað að spila með liðinu en hann hafði áður tilkynnt að hann ætlaði að vera í Skotlandi í sumar.

Paul var samningsbundinn Fram en hafði áformað að leggja knattspyrnuskónna á hilluna. Í fréttatilkynningu frá Fram segir:

„Paul á son í Grindavik sem hann vildi eyða sumrinu með og einnig langaði hann að taka þátt í þeim verkefnum sem eru framundan hjá Fram í sumar."

Paul McShane skoraði 5 mörk í 21 leik með Fram í fyrrasumar og hefur alls skorað 22 mörk í 161 leik í úrvalsdeild karla en hann kom í Safamýrina frá Grindavík fyrir tímabilið 2008.

Auk þess að skora 5 mörk með Framliðinu þá átti McShane einnig 7 stoðsendingar og var þrisvar sinnum valinn besti maður vallarsins af blaðamanni Fréttablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×