Íslenski boltinn

Kristján: Spiluðum einfaldlega illa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í leiknum í kvöld.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Kristján Guðmundsson sagði fátt jákvætt við leik sinna manna í Keflavík eftir leikinn í Árbænum í kvöld. Fylkir vann 2-0 sigur á Keflvíkingum.

"Fylkir var heilt yfir betri aðilinn í leiknum en við vorum einfaldlega að spila illa," sagði Kristján. "Skipti engu máli hvort það var með vindi eða á móti honum. Í fyrri hálfleik áttum við varla skot að marki og var það nógu slæmt."

Hann segir þó enga ástæðu til að hengja haus enda lagði liðið Íslandsmeistara FH í fyrstu umferð.

„Maður vinnur ekki alla leikina, það er augljóst. Fylkisliðið virðist vera í fínu standi og gerðu mjög vel í kvöld. Við vorum hins vegar að flækja hlutina of mikið fyrir okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×