Íslenski boltinn

Jónas Guðni: Létum veðrið ekki pirra okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jónas Guðni í leiknum gegn Fjölni í 1. umferð.
Jónas Guðni í leiknum gegn Fjölni í 1. umferð. Mynd/Daníel

„Þetta var sannfærandi sigur. Bæði lið voru lengi að finna taktinn enda voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki upp á það besta hér í kvöld," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, sem lék afar vel á miðjunni hjá KR-ingum í 0-4 sigri þeirra á Grindavík.

„Við náðum að setja mark á þá í fyrri hálfleik sem opnaði leikinn svolítið. Við ákváðum að láta veðrið annars ekki pirra okkur heldur hafa gaman af því að spila fótbolta. Þá gengur manni oftast talsvert betur," sagði Jónas sem kemur frá Keflavík og er því ekki óvanur vindinum sem var í Grindavík í kvöld.

„Það er virkilega flott að byrja mótið svona vel. Það er nákvæmlega það sem við ætluðum okkur. Hvert stig í þessu móti er afar mikilvægt. Við stefnum að því að vera í toppbaráttunni og því er mikilvægt að byrja mótið svona vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×