Íslenski boltinn

Þjálfarinn sem réðst á dómara dæmdur í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson, þjálfari 3. flokks kvenna HK, hefur verið dæmdur í bann til 10. júní næstkomandi fyrir að ráðast á dómara.

Vísir greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Björgvin, eins og hann er kallaður, hafi veist að dómara í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna og bæði sparkað bolta í hann og gefið honum högg í síðuna. Hann hafi einnig haft í hótunum við dómarann sem reitti Björgvin til reiði með því að dæma vitlaust innkast á leikmann HK.

Aganefnd KSÍ tók málið fyrir í gær og dæmdi Björgvin í bann til 10. júní næstkomandi. Honum er óheimil þátttaka í öllum opinberum mótum innan vébanda KSÍ á þeim tíma.






Tengdar fréttir

Þjálfari HK réðst á dómara

Aganefnd KSÍ mun í vikunni fjalla um atvik sem upp kom í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×