Fleiri fréttir

Real í undanúrslit eftir sigur á Atletico í framlengdum leik
Real Madrid er komið áfram í undanúrslit spænska konungsbikarsins í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á nágrönnum sínum í Atletico í framlengdum leik í kvöld.

Mikael Egill skiptir um lið á Ítalíu
Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson hefur gengið til liðs við ítalska liðið Venezia í ítölsku Serie B. Hann hefur skrifað undir samning til ársins 2027.

Tekur Solskjær við Everton?
Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Ole Gunnar Solskjær sé einn af þeim sem komi til greina sem knattspyrnustjóri Everton og hafi nú þegar rætt við forráðamenn félagsins.

Kolo Toure rekinn eftir aðeins 59 daga hjá Wigan
Kolo Toure hefur verið rekinn sem þjálfari Wigan eftir að hafa aðeins verið við stjórnvölinn í rúma tvo mánuði.

Sverrir Ingi og félagar slógu Panathinaikos út í bikarnum
Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans í PAOK tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum gríska bikarsins eftir 1-1 jafntefli við Panathinaikos í kvöld. PAOK vann 3-1 samanlagt í tveimur leikjum.

Brúða klædd í búning Vinicius Jr. hengd frá brú í Madríd
Brúða íklædd Real Madrid treyju með nafni hins brasilíska Vinicius Jr. var hengd frá brú í Madríd í gær. Nágrannaliðin Real Madrid og Atletico Madrid eigast við í kvöld í spænska konungsbikarnum.

Sá með bleika hárið fann þá bleikustu í stúkunni og gaf henni treyjuna
Franski knattspyrnumaðurinn Antoine Griezmann hefur vakið athygli undanfarið fyrir sérstaka hárgreiðslu.

Diego Simeone vill hætta með framlengingar í fótbolta
Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atletico Madrid, hefur sterkar skoðanir á framlengingum í fótbolta.

Neyðarleg uppákoma: Fagnaði eins og Ronaldo en markið var dæmt af
Ansi neyðarlegt atvik átti sér stað í leik Nottingham Forest og Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Úr marki ÍA til Stjörnunnar
Árni Snær Ólafsson, sem verið hefur markvörður og fyrirliði ÍA í fótbolta, er mættur í Garðabæinn og genginn í raðir Stjörnunnar.

Verðlauna bandaríska blaðamanninn sem dó á HM í Katar
Bandaríska knattspyrnusambandið mun veita Grant Wahl heitnum heiðursverðlaun sambandsins sem eru veitt fjölmiðlamönnum sem hafa unnið mikið starf við fréttaskrif um fótboltann í Bandaríkjunum.

Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“
Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára.

Gylfi á titlalausa markalistanum með Harry Kane
Harry Kane er sá leikmaður í fimm bestu deildunum í Evrópu sem hefur skorað flest mörk í öllum keppnum að meðtöldum landsliðsmörkum án þess að vinna titil.

UEFA stækkar Þjóðadeildina en fækkar leikjum Íslands í undankeppni HM og EM
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, samþykkti í gær breytingar á bæði Þjóðadeildinni sem og á undankeppnum heimsmeistaramótsins og Evrópumótsins.

Sjáðu Dagnýju henda Liverpool út úr bikarnum í gærkvöldi
Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham liðsins í sögulegum sigri á Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í gærkvöldi.

„Maður vill ná fyrsta markinu eins fljótt og hægt er“
Hollendingurinn Wout Weghorst skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Nottingham Forest í enska deildabikarnum. Hann er ánægður með að vera kominn á blað hjá United.

Barcelona í undanúrslit bikarsins
Ousmane Dembele skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Barcelona á Real Sociedad í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins í knattspyrnu.

Dagný hetjan í sigri West Ham gegn Liverpool
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark West Ham í 1-0 sigri liðsins á Liverpool í enska deildarbikarnum í kvöld.

Weghorst skoraði og United komið langleiðina á Wembley
Manchester United er komið í góða stöðu í einvígi liðsins gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í kvöld.

Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins
Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Val.

Willum á skotskónum í Hollandi
Willum Þór Willumsson skoraði mark Go Ahead Eagles sem tapaði 4-1 gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mark Willums kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Nýttu sér vesenið hjá Everton og stálu Danjuma
Arnaut Danjuma gekk í dag til liðs við Tottenham á láni frá spænska félaginu Villareal. Brotthvarf Frank Lampard frá Everton gerði það að verkum að félagið missti af leikmanninum.

Gunnhildur Yrsa komin heim í Stjörnuna
Landsliðskonan margreynda Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Gunnhildur Yrsa kemur til Stjörnunnar frá bandaríska liðinu Orlando Pride.

„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“
„Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta.

Guðný lagði upp dýrmætt mark fyrir Milan
Guðný Árnadóttir átti stóran þátt í 1-0 sigri AC Milan á útivelli gegn Fiorentina í Íslendingaslag í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.

Sló hraðamet ensku úrvalsdeildarinnar strax í fyrsta leik
Nýr leikmaður Chelsea var ekki lengi að koma sér í metabækur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Kolbeinn frá Dortmund til Freys
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er orðinn fjórði Íslendingurinn í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby en félagið fékk hann frá þýska stórliðinu Dortmund.

Leggur skóna á hilluna fyrir 24 ára afmælið sitt
Ingimundur Aron Guðnason mun ekki spila með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham
Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund.

Bregðast við löngum samningum Chelsea og breyta fjárhagsreglunum
Evrópska knattspyrnusambandið UEFA mun bregðast við löngum samningum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea með því að gera breytingu á fjárhagsreglum sambandsins, FFP (e. Financial Fair Play).

Viðurkennir að leikmenn hafi svindlað á Covid-prófum á Afríkumótinu
Said All Said Athouman, forseti knattspyrnusambands Kómoreyja, viðurkennir að leikmenn hafi svindlað á kórónuveiruprófum fyrir leik liðsins gegn Gana á Afríkumótinu í fótbolta sem haldið var í Kamerún fyrir tveimur árum.

Sierra Lelii gengin til liðs við Þrótt á ný
Bandaríska knattspyrnukonan Sierra Marie Lelii er gengin til liðs við Þrótt og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Bestu-deild kvenna.

Newcastle komið hálfa leið í úrslit
Newcastle vann góðan 1-0 sigur er liðið heimsótti Southampton í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld.

Lazio valtaði yfir meistarana og stökk upp í þriðja sæti
Lazio vann afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í stórleik nítjándu umferðar ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Þýsku meistararnir misstigu sig annan leikinn í röð
Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi er liðið tók á móti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, lokatölur 1-1. Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem Bayern tapar stigum og því óhætt að segja að liðið fari hægt af stað eftir langt jóla og HM-frí.

Gunnhildur og eiginkonan yfirgefa Orlando Pride
Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Orlando Pride þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö ár.

Moshiri setur Everton á sölu og vill tæpa níutíu milljarða fyrir félagið
Farhad Moshiri, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, hefur sett félagið á sölu. Moshiri er sagður vilja fá meira en hálfan milljarð punda fyrir Everton, en það samsvarar tæpum níutíu milljörðum íslenskra króna.

Tottenham að ræna Danjuma af Everton
Þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá Everton síðastliðin laugardag virðist hollenski kantmaðurinn Arnaut Danjuma ætla að enda í herbúðum Tottenham.

Jökull fenginn á neyðarláni vegna meiðsla en leiknum frestað
Markvörðurinn Jökull Andrésson skrifaði í dag undir sjö daga lánssamning við enska C-deildarliðið Exeter City. Jökull átti að bjarga Exeter út úr meiðslavandræðum, en leik liðsins sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað.

Víkingar versluðu sér miðvörð í Mjóddinni
Bikarmeistarar Víkings í fótbolta hafa fengið til sín ungan varnarmann sem félagið keypti frá ÍR. Sá heitir Sveinn Gísli Þorkelsson.

„Mýta að Tottenham hafi ekki stutt Conte“
Gary Neville segir það mýtu að Tottenham hafi ekki stutt við bakið á Antonio Conte á félagaskiptamarkaðnum.

Aftur til Akureyrar eftir níu ár og núna er hún landsliðsfyrirliði
Tahnai Annis, 33 ára gamall miðjumaður frá Bandaríkjunum, mun spila með knattspyrnuliði Þórs/KA á komandi leiktíð eftir að hafa síðast spilað með liðinu sumarið 2014.

Zinchenko: Nú hlær enginn lengur að titildraumum Arsenal
Oleksandr Zinchenko þekkir það vel að verða enskur meistari en hann kom til Arsenal í sumar eftir að hafa unnið enska titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum með Manchester City.

Thiago segir að leikmenn Liverpool séu enn að jafna sig eftir fernu-klúðrið í fyrra
Stjörnumiðjumaður Liverpool heldur því fram að leikmenn Liverpool séu enn í sárum eftir að hafa misst af fernunni í fyrra.

Keflavík fær markvörð sem fékk varla á sig mark í Færeyjum
Keflvíkingar hafa fundið markvörð til að fylla í skarðið sem Sindri Kristinn Ólafsson skildi eftir þegar hann gekk í raðir FH í vetur.