Nágrannaliðin frá Madríd, Atletico og Real eigast við í kvöld í spænska konungsbikarnum. Í dag hafa myndir verið í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem sýna brúðu klædda í Real Madrid treyju með nafni brasilísku stórstjörnunnar Vinicius Jr., hanga frá brú í spænsku höfuðborginni.
Á Spáni er litið á málið sem alvarlega hótun gegn leikmanninum og hefur lögreglan hafið rannsókn. Bæði félögin sem og forsvarsmenn spænska knattspyrnusambandsins hafa fordæmt athæfið.
Isso é um boneco com a camisa de Vinícius Jr. enforcado em um viaduto de Madri, com uma faixa "Madri odeia o Real".
— Vitor Sergio Rodrigues VSR (@vitorsergio) January 26, 2023
É um pouco do que o brasileiro sofre na capital espanhola.
E ainda houve um tentativa de transformar o Vini Jr. em um "desequilibrado" nos últimos dias... Nojento pic.twitter.com/MFpweMSFcE
„Athæfi sem þetta er viðbjóðslegt, óásættanlegt og skömm fyrir samfélagið. Við fordæmum allar árásir gagnvart öðru fólki. Það ríkir mikill rígur á milli félaganna en virðingin verður einnig að vera mikil burt séð frá skoðunum eða húðlit,“ segir í yfirlýsingu frá Atletico Madrid.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brasilíumaðurinn verður fyrir aðkasti af hálfu stuðningsmanna Atletico Madrid. Fyrir leik liðanna í haust sungu stuðningsmennirnir rasíska söngva um leikmanninn.
Comunicado oficial:
— Atlético de Madrid (@Atleti) January 26, 2023
https://t.co/QtqVUgwT6B