Fleiri fréttir

Anna Björk í liði Inter sem bið lægri hlut gegn samherjum Söru Bjarkar
Sara Björk Gunnarsdóttir kom ekkert við sögu í liði Juventus sem vann 2-0 útisigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn í vörn Inter.

Pele settur í lífslokameðferð
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur verið settur í lífslokameðferð af læknum á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo. Þessi ákvörðun var tekin þar sem líkami hans er hættur að svara geislameðferð vegna krabbameins í þörmum.

Manchester United á toppinn eftir stórsigur
Manchester United vann 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag fyrir framan rúmlega 30.000 manns á Old Trafford.

Gabriel Jesus ekki meira með í Katar
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins.

Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg
Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ.

Pulisic klár í slaginn gegn Hollendingum
Christian Pulisic hefur fengið grænt ljós frá læknum bandaríska knattspyrnulandsliðsins eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Íran. Hann verður því klár í slaginn þegar 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag.

Veikindi valda Hollendingum vandræðum fyrir stórleikinn í dag
Holland mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik 16-liða úrslita heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Undirbúningur hollenska liðsins fyrir þennan stórleik hefur ekki verið sá besti þar sem flensa hefur herjað á lið Hollands.

Hildur opnaði markareikning sinn í Hollandi
Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Telstar.

Adam Örn í Fram
Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson hefur gert tveggja ára samning við Fram. Félagið greindi frá þessu í kvöld.

Sviss í sextán liða úrslit eftir leik mótsins
Sviss er komið í 16-liða úrslit HM í fótbolta sem fram fer í Katar eftir frábæran 3-2 sigur á Serbíu. Leikurinn var gríðarlega dramatískur og sveiflukenndur.

Aboubakar tryggði Kamerún óvæntan sigur og sá rautt eftir fagnaðarlætin
Tilfinningarnar báru Vincent Aboubakar, framherji Kamerún, ofurliði þegar hann skoraði það sem reyndist sigurmark Kamerún gegn Brasilíu í lokaleik liðanna í riðlakeppni HM í fótbolta. Hann reif sig úr að ofan og fékk sitt annað gula spjald í kjölfarið.

Glódís Perla setur pressu á Sveindísi Jane
Bayern München vann Hoffenheim 3-0 á útivelli i þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var að venju í hjarta varnar Bayern.

Elfar Freyr skrifar undir tveggja ára samning á Hlíðarenda
Valur hefur staðfest komu miðvarðarins Elfars Freys Helgasonar. Hann skrifar undir tveggja ára samning við liðið.

Breyttu um leikkerfi eftir að miðinn sem Eriksen fékk komst í þeirra hendur
Það vakti mikla athygli þegar Christian Eriksen, fyrirliði danska landsliðsins í fótbolta, fékk miða á stærð við A3 blað í leik Danmerkur og Ástralíu. Miðinn endaði í höndum Ástralíu sem gerðu í kjölfarið taktíska breytingu og sendu Dani heim af HM sem nú fer fram í Katar.

Bæði lið gengu niðurlút af velli eftir fréttirnar úr hinum leiknum
Úrúgvæ tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir að hafa unnið 2-0 sigur á Gana í lokaumferð H-riðils.

Bæði lið áfram eftir magnaðan sigur Kóreumanna
Suður-Kórea afrekaði það að vinna Portúgal, 2-1, í lokaumferð H-riðils á HM karla í fótbolta og það dugði liðinu til að komast í 16-liða úrslit á fleiri skoruðum mörkum en Úrúgvæ.

Gerðu stólpagrín að Þjóðverjum í sjónvarpinu
Katarskir sjónvarpsmenn stóðust ekki mátið og gerðu stólpagrín að Þjóðverjum eftir að Þýskaland féll úr keppni á HM karla í fótbolta í Katar í gær.

Pelé kveður fréttir af heilsubresti sínum í kútinn
Brasilíski fótboltasnillingurinn hefur reynt að kveða áhyggjur af heilsufari sínu í kútinn. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrr í vikunni.

Sagði nafnið sem mátti ekki nefna og fékk ekki að lýsa seinni hálfleik
Alper Bakircigil missti starfið sitt í gær en hann hefur í mörg ár starfað sem fótboltalýsandi í Tyrklandi. Ástæðan er þó afar furðuleg í augum flestra. Hann nefndi á nafn knattspyrnugoðsögn Tyrkja.

Freyr hrósar mikið manninum sem er ekki nógu góður fyrir íslenska landsliðið
Freyr Alexandersson þjálfar danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub og veit allt um það sem er að gerast í danska fótboltanum. Freyr veit því vel hvað Aron Sigurðarson hefur verið að gera góða hluti með Horsens í dönsku deildinni.

Kynþokkafullur Kóreumaður leikur sama leik og Rúrik
Fjöldi fylgjenda suður-kóreska framherjans Cho Gue-sung á Instagram hefur margfaldast síðan að HM í Katar hófst, ekki ósvipað því sem gerðist hjá Rúrik Gíslasyni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum.

Arnar ætlar að taka niður myndirnar af börnunum sínum og setja plakat af meistara Moriyasu í staðinn
Japanski landsliðsþjálfarinn Hajime Moriyasu er ekki bara elskaður í heimalandi sínu eftir frábæran árangur japanska liðsins á HM í Katar heldur á hann einn mikinn aðdáanda í einum besta þjálfara Bestu deildar karla.

Segir að Spánverjar hafi ekki reynt að tapa
Sergio Busquests, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, segir ekkert til í því að Spánverjar hafi reynt að tapa fyrir Japönum til að fá auðveldari leiki í útsláttarkeppninni á HM í Katar.

Pulisic segir að pungurinn hafi sloppið ómeiddur
Christian Pulisic, stærsta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, segist ekki hafa fengið högg í punginn þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran á HM í Katar. Með sigrinum komust Bandaríkjamenn áfram í sextán liða úrslit mótsins.

Segir klúðrið hjá Þjóðverjum algjöra kata(r)strófu
Thomas Müller segir að klúður Þjóðverja að komast ekki upp úr sínum riðli á HM í Katar sé algjör katastrófa.

Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af
Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins.

Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni
Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði.

Lukaku klúðraði öllu og braut síðan varamannaskýlið
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun eflaust eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hafa misnotað fjölmörg færi þegar Belgía féll úr leik á heimsmeistaramótinu eftir jafntefli gegn Króatíu.

Japan hirti efsta sætið af Spáni og skildi Þjóðverja eftir með sárt ennið
Japan tryggði sér efsta sætið í E-riðli heimsmeistaramótsins með mögnuðum 2-1 sigri á Spánverjum í kvöld. Japan endar því með sex stig í efsta sæti en Spánn fer einnig áfram með jafn mörg stig og Þjóðverjar en betri markatölu.

Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka
Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar.

Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar
Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu.

Marokkó vann Kanada og F-riðilinn í leiðinni
Marokkó er komið í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í Katar eftir 2-1 sigur á Kanada þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Belgar úr leik eftir klúður Lukaku
Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum.

3,4 milljónir í laun á tímann allan sólarhringinn
Góður átta tíma svefn gæti gefið Cristiano Ronaldo 27 milljónir í aðra hönd. Sænska Sportbladet hefur reiknað út möguleg ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá sádí-arabíska félaginu Al Nassr.

„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“
Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta.

Luis Suarez neitar að biðjast afsökunar
Úrúgvæ og Gana mætast annað kvöld í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar þar sem sæti í sextán liða úrslitunum er í boði.

Frakkar skiptu yfir í auglýsingar og héldu að þeir hefðu gert jafntefli
Sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu eflaust að sínir menn í franska landsliðinu hefðu farið taplausir í gegnum riðlakeppnina á HM í fótbolta, vegna afglapa í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TF1.

Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM
Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði.

Mögulega vítakeppnir í riðlum á næsta HM
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, er með til skoðunar að notast við vítaspyrnukeppni verði jafntefli í leikjum í riðlakeppni á næsta heimsmeistaramóti karla, sem fram fer árið 2026.

Vildu ekki sjá kvennaliðið undir þeirra hatti þótt þær beri sama nafn
Kvennalið Lilleström á ekki upp á pallborðið hjá Lilleström. Það kom vel í ljós í kosningu á aðalfundi félagsins í gær.

Argentínski þjálfarinn hneykslaður á keppnisfyrirkomulaginu á HM í Katar
Argentínski landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni var auðvitað ánægður með að vinna Pólverja sannfærandi og að vinna riðilinn en hann var líka mjög hneykslaður á keppnisfyrirkomulaginu á heimsmeistaramótinu í Katar.

Danir vilja framlengja við Hjulmand þrátt fyrir klúðrið í Katar
Þrátt fyrir að Danir hafi fallið úr leik á neyðarlegan hátt á HM í Katar ætlar danska knattspyrnusambandið að framlengja samning landsliðsþjálfarans Kaspers Hjulmand.

Frakkar klaga til FIFA
Heimsmeistarar Frakka hafa sent kvörtun til FIFA vegna marksins sem var dæmt af Antoine Griezmann í uppbótartíma í leiknum gegn Túnisum á HM í Katar í gær. Þeir telja að dómurinn hafi verið rangur.

Biðst afsökunar á að hafa hótað Messi
Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez hefur beðist afsökunar á að hafa hótað argentínska fótboltasnillingnum Lionel Messi.

Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar
Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019.