Fleiri fréttir

Petryk heldur heim á leið
Anna Petryk mun ekki klára tímabilið með Breiðablik í Bestu deild kvenna. Hún hefur ákveðið að halda heim til Úkraínu.

Ronaldo ekki á þeim buxunum að hætta: Vill spila á EM 2024
Cristiano Ronaldo hefur greint frá því að hann hyggist spila með Portúgal á næsta Evrópumóti karla í fótbolta sem fram fer eftir tvö ár. Þá verður hann 39 ára gamall.

Gyða tók vítið sem Jasmín fiskaði: „Ég hefði alltaf heimtað að fá að taka þetta“
Aðeins einu marki munar á þeim Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur og Jasmín Erlu Ingadóttur í baráttunni um gullskóinn í Bestu deild kvenna. Þær eru liðsfélagar í Stjörnunni og baráttan hertist eftir leik liðsins á mánudag.

Blóðtaka fyrir KR: Hallur frá í allt að ár
Hallur Hansson, miðjumaður KR og fyrirliði færeyska landsliðsins í fótbolta, meiddist alvarlega í leik KR og Víkings um liðna helgi. Hann verður frá í allt að ár vegna meiðslanna.

Verið án félags í þrjá mánuði en valinn í næstbesta landslið heims
Varnarmaðurinn Jason Denayer er í landsliðshópi Belgíu fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni þrátt fyrir að hafa verið án félagsliðs í þrjá mánuði. Belgía er í öðru sæti á heimslista FIFA.

Í bann fyrir rasisma á Ólafsfirði
Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir ljót ummæli sem hann lét falla í garð andstæðings í 8-3 tapinu gegn KF í 2. deildinni í fótbolta fyrr í þessum mánuði.

Frítt á leik Vals í dag og tugir milljóna í boði
Óhætt er að segja að mikið sé undir hjá Valskonum í einvíginu við tékkneska liðið Slavia Prag sem hefst á Hlíðarenda í dag klukkan 17. Ókeypis aðgangur er að leiknum.

„Liðsfélagarnir hafa áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður“
Antonio Rüdiger hefur gengið vel að aðlagast nýju landi og félagi eftir skipti sín frá Chelsea á Englandi til Real Madrid á Spáni í sumar. Hann ber Carlo Ancelotti vel söguna.

Shevchenko afhenti Lewandowski úkraínskt fyrirliðaband fyrir HM
Robert Lewandowski, framherji og fyrirliði pólska karlalandsliðsins í fótbolta, mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum á komandi heimsmeistaramóti sem fer fram í Katar. Úkraínsk goðsögn afhenti honum bandið.

Söfnuðu yfir þremur milljónum fyrir formann félagsins eftir fráfall eiginkonu hans
Félagið Elliði í Árbæ, varalið Fylkis sem leikur í 3. deild karla í fótbolta, safnaði yfir tveimur og hálfri milljón króna í styrktarsjóð fyrir formann félagins sem missti eiginkonu sína langt um aldur fram á dögunum.

„Ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð“
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir komandi verkefni liðsins gegn Slaviu Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sæti í riðlakeppninni er í húfi.

Úr Juventus í flatbökubikarinn í Rochdale
Arthur Melo, nýjasti leikmaður Liverpool á Englandi, vinnur í því að komast í leikform eftir skipti hans frá Juventus til félagsins á lokadegi félagsskiptagluggans, þann 1. september.

Kristinn Jónsson er látinn
Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, er látinn. Hann lést á Landsspítalanum á mánudag, 19. september, 81 árs að aldri.

„Fór þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi“
Heimir Hallgrímsson var fyrir helgi ráðinn þjálfari Jamaíka í fótbolta. Hann segist hafa tapað gleðinni á að vera í boltanum þegar hann þjálfaði í Katar, en fundið hana á ný heima í Vestmannaeyjum.

Úrvalsdeildarfélögin leggja til að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum
Ensku úrvalsdeildarfélögin vilja að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum í stað þess að liðin þurfi að mætast á ný verði jafntefli niðurstaðan í leikjunum.

Arsenal missti frá sér unninn leik og Benfica stal sigrinum í Skotlandi
Seinni tveimur leikjum kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna er nú lokið. Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í London og Benfica vann sterkan 2-3 útisigur gegn Rangers.

Henderson kallaður inn í enska landsliðshópinn
Jordan Henderson, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir Kalvin Phillips, leikmanns Manchester City, sem meiddist á öxl á dögunum.

Glódís lék allan leikinn er Bayern komst skrefi nær Meistadeildinni
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er þýska stórliðið Bayern München vann mikilvægan 0-1 útisigur gegn Real Sociedad í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Sara og stöllur þurfa sigur á heimavelli
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Juventus þurfa á sigri að halda á heimavelli í síðari viðureign liðsins gegn HB Køge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli í Danmörku í dag.

Ljóst hvaða leið Ísland þyrfti að fara á EM og Rússar ekki með
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í dag hvernig undankeppni EM karla í fótbolta, sem fram fer árið 2024 í Þýskalandi, verður háttað.

Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“
Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA.

„Þessi fótbolti drepur mig að innan“
„Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina.

„Ósköp fátt sem stoppar hana“
Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

Vill fá Conte aftur til Juventus
Pavel Nedved, íþróttastjóri Juventus, vill fá Antonio Conte aftur í starf knattspyrnustjóra félagsins.

Rekinn vegna auglýsingar: „Ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur“
Danska fótboltagoðsögnin Brian Laudrup hefur misst starf sitt hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2, sem og hjá Politiken, eftir að hafa tekið þátt í að auglýsa borgina Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

„Hvernig brýtur maður hnéskel?“
Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu.

Yfirgaf FH eftir bílslys en er nú nýr þjálfari FCK
FC Kaupmannahöfn, lið þriggja íslenskra leikmanna, hefur sagt upp þjálfara liðsins Jess Thorup. Fyrrum leikmaður FH tekur við stjórnartaumunum.

Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis
Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum.

Pogba fær lögregluvernd á Ítalíu
Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba, sem er leikmaður Juventus á Ítalíu, fær nú vernd lögreglu þar í landi sökum meints fjárkúgunarmáls innan fjölskyldu hans.

Barcelona skilaði tæplega 14 milljarða gróða
Spænska knattspyrnuliðið Barcelona hefur tilkynnt um tæplega 100 milljón evra gróða á síðasta ári. Samkvæmt áætlunum verður gróðinn rúmlega tvöfalt meiri á næsta ári.

Segist ekki vera að spara sig fyrir HM
Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug.

Kahn: Erum ekki að leita að nýjum þjálfara
Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir framtíð Julians Nagelsmann í þjálfarastöðu karlaliðs félagsins vera örugga. Gengi liðsins hefur verið undir pari í upphafi tímabils.

Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“
Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag.

Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig
Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, virðist vera ósátt við ummæli Páls Kristjánssonar, formann knattspyrnudeildar KR. Hildur segir Páli að mæta á leiki KR áður en hann tjáir sig um mál liðsins.

Rússar vilja að landsliðsþjálfari Úkraínu fái lífstíðarbann frá fótbolta
Rússar hafa sent erindi til UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, þar sem þeir hvetja sambandið til að setja Oleksandr Petrakov, landsliðsþjálfara Úkraínu, í bann frá knattspyrnu.

Formaður KR svarar fyrir sig: Endurspeglast í slæmu gengi liðsins
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur svarað fyrir þá gagnrýni sem stjórn KR hefur fengið á undanförnum sólarhring eftir tap liðsins gegn Selfossi á heimavelli. Páll kennir skort á sjálfboðaliðum um það sem misfórst þegar leikmaður KR varð fyrir meiðslum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik
Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

„Var ósáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik og bað liðið afsökunar í hálfleik“
Stjarnan vann 2-0 sigur á Þrótti í lokaleik 16. umferðar Bestu deildar kvenna. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú en fannst frammistaða Stjörnunnar ekki frábær.

Siggi Höskulds um 9-0 tapið í Víkinni: Þrusu gott fyrir okkur
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, telur að 9-0 skellurinn sem liðið fékk á móti Víkingi í Bestu-deildinni þann 7. september hafi verið góður fyrir Leikni, þar sem liðið sótti sex stig af sex mögulegum í næstu tveimur leikjum þar á eftir.

Hlín lék í sigri á Umeå
Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, var í byrjunarliði Piteå og lék í 81 mínútu í 0-1 útisigri Piteå á Umea í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ten Hag fær ekki að versla leikmenn í janúar
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fær ekki að kaupa fleiri leikmenn á þessu tímabili en fær þess í stað að eyða pening í næsta sumarglugga.

Fengu matareitrun í eða á leiðinni heim frá Moldóvu
Manchester United vann 2-0 útisigur á Sheriff Tiraspol ytra í Evrópudeildinni á fimmtudaginn var. Fjöldi leikmanna gat hins vegar ekki mætt til æfinga á föstudegi né laugardegi vegna matareitrunar.

Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk
Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar.

Mbappé neitar að mæta í myndatöku franska landsliðsins
Kylian Mbappé, leikmaður Frakklandsmeistara París Saint-Germain og ein aðalstjarna franska landsliðsins í fótbolta, hefur neitað að taka þátt í liðsmyndatöku með landsliðinu sem fram á að fara á morgun, þriðjudag.

Alex Freyr eftirsóttur á ný: Fram neitaði tilboði Breiðabliks
Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á að hafa borið víurnar í Alex Frey Elísson, leikmann Fram. Var tilboðinu neitað um hæl.