Fleiri fréttir

Rooney tók meintan rasista af velli

Wayne Rooney, þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta, tók leikmann liðsins af velli í leik gegn Inter Miami í gær eftir að hann var sakaður um að hafa beitt andstæðing kynþáttaníði.

Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“

Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné.

Þjálfari FCK segist hafa stuðning leik­manna

FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu.

Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis

Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál.

Alfons ekki með Íslandi til Albaníu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur misst út byrjunarliðsmann fyrir komandi landsleiki, gegn Venesúela á fimmtudaginn og gegn Albaníu í næstu viku.

Messi tryggði meisturunum sigur gegn Lyon

Lionel Messi skoraði eina mark leiksins er frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain unnu 0-1 útisigur gegn Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Þrjár vítaspyrnur er nýliðarnir sigruðu meistarana

Nýliðar Liverpool gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan 2-1 sigur er liði tók á móti ríkjandi meisturum Chelsea í 1. umferð ensku Ofurdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld í leik þar sem öll mörkin voru skoruð af vítapunktinum.

Íslendingaliðin töpuðu stigum í toppbaráttunni

Íslendingaliðin Bodö/Glimt og Lilleström töpuðu bæði stigum í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Haugesund og Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lilleström máttu þola 3-1 tap gegn Rosenborg.

Ingi­björg skoraði í stór­sigri Vålerenga

Vålerenga vann 5-0 stórsigur á Stabæk í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í dag. Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir braut ísinn í leiknum.

Vand­ræði Juventus halda á­fram

Ítalska stórliðið Juventus mátti þola 1-0 tap gegn nýliðum Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Þá vann Lazio 4-0 sigur og fór upp fyrir fjendur sína í Roma í töflunni.

Et­han Nwaneri sá yngsti frá upp­hafi

Et­han Nwaneri varð í dag yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford.

Alexandra og stöllur á toppinn með fullt hús stiga

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði allan leikinn þegar Fiorentina vann 2-1 sigur á Parma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir Fiorentina upp fyrir Juventus og í toppsæti deildarinnar.

Udinese á toppinn

Udinese tók á móti Inter í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Udinese vann 3-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar.

Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu

Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar.

Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út

Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla.

„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“

Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð.

Son setti þrennu í stórsigri Tottenham

Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur.

Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endur­koma gestanna minnkaði mögu­leika Víkinga á að verja titilinn til muna

Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

„Þurfum að brýna stálið“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir