Fleiri fréttir

Sandra María komin aftur heim

Fótboltakonan Sandra María Jessen er gengin í raðir Þórs/KA á ný eftir þrjú ár hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Davíð Kristján í sænsku úrvalsdeildina

Davíð Kristján Ólafsson, sem er í íslenska landsliðshópnum sem spilar í Tyrklandi í dag, hefur verið kynntur sem nýr leikmaður sænska knattspyrnufélagsins Kalmar.

Stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar

Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann fær ekkert að spila með liði sínu Millwall og missti í kjölfarið sæti sitt í íslenska landsliðinu. Jón Daði var valinn fyrir komandi verkefni landsliðsins í Tyrklandi og fór yfir stöðu mála á samfélagsmiðlum sambandsins í dag.

Sout­hampton fór létt með Brent­ford

Nýliðar Brentford máttu þola slæmt tap er þeir heimsóttu Dýrlingana í Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 4-1 Southampton í vil.

Stað­festir að Albert fari í sumar

Yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ Alkmaar hefur staðfest að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson muni yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar.

I­heanacho hetjan gegn Egyptum

Kelechi Iheanacho reyndist hetja Nígeríu gegn Egyptalandi en hann skoraði eina mark leiksins er þjóðirnar mættust í D-riðli Afríkukeppninnar í dag.

Finnskur formaður til Keflavíkur

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn til liðs við Keflvíkinga. Þessi 27 ára gamli leikmaður kemur frá Honka í heimalandinu.

Grétar Rafn ráðinn til KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Grétar Rafn Steinsson sem tæknilegan ráðgjafa knattspyrnusviðs. Ráðningin er til sex mánaða.

Rangnick veit ekki af hverju Rashford er í þessum vandræðum

Marcus Rashford átti ekki góðan leik með Manchester United og hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ralf Rangnick var spurður út í vandræði enska landsliðsframherjans eftir 10 sigur á Aston Villa í enska bikarnum í gær.

Boufal hetja Marokkó | Gínea sigraði Malaví

Tveimur leikjum á Afríkumótinu í fótbolta var að ljúka rétt í þessu. Í C-riðli vann Marokkó 1-0 sigur gegn Gana þar sem sigurmarkið kom á lokamínútum leiksins og í B-riðli vann Gínea einnig 1-0 sigur gegn Malaví.

Berglind mætt í besta liðið í Noregi

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð.

Lék sinn fyrsta leik eftir handtökuna

Aminata Diallo, leikmaður Paris Saint-Germain, lék í gær sinn fyrsta leik í tvo mánuði. Hún var handtekinn í byrjun nóvember, grunuð um að hafa látið ráðast á samherja sinn, Kheiru Hamraoui.

Sjá næstu 50 fréttir