Vilja láta rannsaka frestunina á undanúrslitaleik Liverpool og Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2022 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá því eftir sigur liðsins gegn Shrewsburi í FA bikarnum að öll jákvæði prófin nema eitt hefðu verið fölsk. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enski deildarbikarinn heyrir undir Ensku deildarkeppnina, EFL, en nú hafa samtökunum borist kvartanir eftir að Liverpool fékk fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Arsenal síðastliðinn fimmtudag frestað. Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira