Fleiri fréttir

Rangnick ræður til sín annan aðstoðarmann

Skotinn Ewan Sharp hefur verið ráðinn til starfa hjá enska stórveldinu Manchester United en hann starfaði síðast fyrir Lokomotiv Moskvu, þar sem núverandi stjóri Man Utd, Ralf Rangnick, var yfirmaður leikmannamála.

Arnór spilaði í tapi gegn Lazio

Arnór Sigurðsson var eini Íslendingurinn í leikmannahópi Íslendingaliðs Venezia þegar liðið fékk Lazio í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Barcelona fær lán til að landa framherja City

Barcelona hefur náð samkomulagi við Manchester City um kaup á spænska framherjanum Ferran Torres. Þessi 21 árs gamli leikmaður mun kosta Börsunga, sem átt hafa í miklum fjárhagserfiðleikum, 65 milljónir evra.

Fyrirliði Færeyja í KR

Hallur Hansson, fyrirliði færeyska landsliðsins, er genginn í raðir KR. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Vesturbæjarliðið.

Albert og félagar á siglingu upp töfluna

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu sinn fimmta deildarleik í röð er liðið tók á móti Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 1-0.

Tíu leikmenn Sevilla héldu út gegn Börsungum

Sevilla og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Sevilla léku seinustu 35 mínútur leiksins manni færri, en Börsungar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.

Þrír sigrar í röð hjá Birki og félögum

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu sinn þriðja deildarleik í röð er liðið tók á móti Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 2-0.

ÍBV endurheimtir markvörð frá KR

Eyjamaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson snýr aftur til Vestmannaeyja og verður með ÍBV í efstu deild í fótbolta á næstu leiktíð eftir að hafa síðast verið í herbúðum KR. Hann skrifaði undir samning sem gildir í tvö ár.

Clattenburg: Andy Robertson er heppinn að geta gengið eftir tæklingu Kane

Fyrrum toppdómari í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi dómgæsluna í leik Tottenham og Liverpool um síðustu helgi og þá sérstaklega það að enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hafi fengið að halda áfram leik eftir sólatæklingu sína á bakvörð Liverpool Andy Robertson.

Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd

Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna.

Leeds fær sekt fyrir að hópast í kringum dómarann

Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur verið sektað um 20.000 pund eftir að leikmenn liðsins umkringdu dómarann í 3-2 tapi liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði.

Höfnuðu því að gera hlé á enska boltanum um jólin

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarfélaganna í fótbolta ákváðu í dag að keppni yrði áfram haldið í deildinni eins og mögulegt er um jólin, þrátt fyrir mikla fjölgun kórónuveirusmita hjá leikmönnum.

Tóku þrennuna af Alberti Guð­munds­syni

Albert Guðmundsson fékk boltann í hendurnar eftir sigur AZ Alkmaar um helgina og hélt að hann hefði skorað sína fyrstu þrennu í hollensku úrvalsdeildinni. Hollenska markanefndin var á öðru máli.

Xavi: Höfum tapað einkennum Barcelona

Xavi Hernandez, stjóri Barcelona, telur sig eiga mikið verk óunnið á Nou Camp og segir gæðin í leikmannahópnum minni en hann bjóst við.

Sjá næstu 50 fréttir