Fleiri fréttir

„Besti dagur lífs míns“

Emile Smith Rowe var kátur eftir 3-1 sigur Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í Norður-London slagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mark Barbáru dugði ekki til

Barbára Sól Gísladóttir og liðsfélagar hennar í Brøndby heimsóttu Thisted í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Barbára skoraði fyrsta mark leiksins, en þurfti að sætta sig við 3-1 tap. 

Börsungar aftur á sigurbraut

Barcelona vann í dag öruggan 3-0 sigur gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn höfðu Börsungar aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en eru nú að rétta sinn hlut.

Ísak opnaði markareikninginn í stórsigri

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta mark fyrir FC København þegar að liðið vann 5-1 stórsigur gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Rosengård og Kristianstad skildu jöfn í Íslendingaslag

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård tóku á móti Íslendingaliði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rosengård er enn á toppi sænsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli.

Alexandra skoraði í bikarsigri

Alexandra Jóhannsdóttir og liðsfélagar hennar í Eintracht Frankfurt heimsóttu Nürnberg í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Alexandra skoraði þriðja mark liðsins í öruggum 5-0 sigri.

Úlfarnir höfðu betur gegn Dýrlingunum

Southampton tók á móti Wolves í fyrri leik dagsins í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Byrjun Úlfanna á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum, en þeir unnu góðan 1-0 sigur í dag.

Albert og félagar aftur á sigurbraut

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust loks aftur á sigurbraut þegar að liðið fékk Go Ahead Eagles í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0, en liðið hafði tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í dag.

Elías og félagar enn á toppi dönsku deildarinnar

Tveimur leikjum er lokið í dönsku deildinni í knattspyrnu í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland eru með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 1-0 útisigur gegn Randers og Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB gerðu 1-1 jafntefli gegn Viborg.

Fyrsta tap United á tímabilinu

María Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í Manchester United töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið tók á móti ríkjandi Englandsmeisturum Chelsea. Lokatölur 6-1, en María spilaði allan leikinn í hjarta varnar United.

Juventus vann annan leikinn í röð

Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu er Juventus nú búið að vinna tvo leiki í röð. Liðið vann mikilvægan 3-2 sigur þegar að Sampdoria mætti í heimsókn.

Arnór kom inn á í sigri | Guðmundur og félagar töpuðu

Leikið var í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í New England Revolution eru enn langefstir í austur deildinni eftir 2-1 sigur gegn Orlando City en Guðmundi Þórarinssyni og félögum hans í New York City FC mistókst að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu þegar þeir töpuðu 1-0 gegn nágrönnum sínum í New York Red Bulls.

Villareal sótti stig gegn Madrídingum

Real Madrid hefur byrjað tímabilið af miklum krafti, en þeim tókst ekki að sækja sigur á heimavelli gegn Villareal. Lokatölur 0-0, en þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem að Real Madrid mistekst að skora.

Klopp segir að Brentford séu bestu nýliðar deildarinnar

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur með 3-3 jafntefli sinna manna gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir að sínir menn hafi getað skorað allt að sex mörk í í dag, og að Brentford sé sterkasta liðið af þeim þrem sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið.

AC Milan á toppinn | Meistararnir töpuðu stigum

AC Milan lyfti sér að minnsta kosti tímabundið í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Spezia í dag. Á sama tíma gerðu ítölsku meistararnir í Inter 2-2 jafntefli gegn Atalanta.

Ari skoraði í stórsigri | Adam Örn og félagar fjarlægjast fallsvæðið

Tveir leikir fóru fram í norska fótboltanum í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Ari Leifsson skoraði fjórða mark Strömsgodset í 5-0 sigri gegn Sarpsborg 08 og Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður þegar að Tromsö vann mikilvægan 2-1 útisigur gegn Lilleström.

„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum.

Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári

KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok.

Höskuldur Gunnlaugss.: Frábært frammistöðutímabil heilt yfir

Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var sáttur með sína menn í dag og þó að sá stóri hafi ekki verið landað þá gat hann verið stoltur af sínu liði. Breiðablik lagði HK að velli í síðustu umferð Íslandsmótsins 3-0 og um leið sendu granna sína niður um deild.

Úrslit: Chelsea - Man. City 0-1 | Jesus hetja City

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram í hádeginu á Stamford Bridge í Lundúnum. Fyrir leikinn voru Chelsea í efsta sæti deildarinnar ásamt Liverpool og Manchester United með þrettán stig eftir fimm leiki. Manchester City voru hins vegar rétt á eftir með 10 stig. Eftir jafnan leik þar sem gestirnir stýrðu ferðinni unnu þeir ljósbláu að lokum 0-1 sigur.

Arnar um stór­leik dagsins: „Þetta er bara móðir allra leikja“

„Það hefur gengið mjög vel eftir að við náðum okkur niður eftir KR-leikinn, það var svona tveir dagar og svefnlausar nætur eftir það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður hvernig vikan hefði verið hjá Víkingum sem spila sinn stærsta leik í að minnsta kosti 30 ár í dag.

Sjá næstu 50 fréttir