Fleiri fréttir

Håland afgreiddi PSG

Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

KA fær annan leikmann frá Danmörku

KA hefur fengið nígeríska framherjann Jibril Abubakar á láni frá FC Midtjylland í Danmörku en hann mun leika með liðinu út ágúst.

Leitar Liverpool aftur til Red Bull samsteypunnar í leit að framherja?

Það virðist nær óumflýjanlegt að Timo Werner, framherji RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, gangi til liðs við Liverpool þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Yrði hann annar leikmaðurinn sem Liverpool fær frá liði undir formerkjum Red Bull samsteypunnar á skömmum tíma.

Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann

Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé.

Saúl: Vitum hvernig við getum meitt Liverpool

Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, segir að liðið viti hvernig það geti meitt Liverpool en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Keane valdi aðeins tvo leikmenn Liverpool | Myndband

Eðlilega fór allt í háaloft er Roy Keane og Jamie Carragher reyndu að setja saman sameiginlegt lið Manchester United frá 1999 og Liverpool í dag. Keane valdi tvo, í raun einn, leikmenn Liverpool í sitt lið.

Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast

Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar.

Barcelona fær leyfi til að fá leikmann

Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður.

Pep segist vera áfram þó bannið standi

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram við stjórnvölin hjá enska félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag.

Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar?

Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.

Fékk gult spjald er hann gekk af velli eftir kynþáttaníð | Myndband

Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli.

Sjá næstu 50 fréttir