Enski boltinn

Kæran á hendur Butt látin niður falla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Butt á bekknum hjá Solskjær fyrr í vetur.
Butt á bekknum hjá Solskjær fyrr í vetur. vísir/getty

Kæra á hendur Nicky Butt, fyrrum leikmanns Manchester United, hefur verið látin niður falla af enskum dómstólum.

Nicky Butt, sem nú starfar innan raða Manchester United, var ákærður eftir að lögreglan var kölluð til að heimili hans í apríl á síðasta ári.

Ráðist hafði verið á konu á heimili í bænum Hale, sem er hluti af Manchester, en Daily Mail greindi frá því skömmu síðar að Butt hafi ráðist á eiginkonu sína.







Hann var í varðhaldi lögreglunnar næstu daga en var svo látinn laus. Hann hefur starfað innan raða Man. United eftir þetta en nú er ljóst að kæran hefur verið felld niður.

Butt var þjálfari U23-ára liðs Manchester United þangað til síðasta sumar en þá var hann gerður að yfirmanni akademíunnar hjá félaginu. Hann á að gera leikmönnum auðveldara að komast frá akademíunni og inn í aðalliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×