Milan færist nær Evrópusæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rebic fagnar sigurmarkinu.
Rebic fagnar sigurmarkinu. vísir/getty

AC Milan færist nær Evrópusæti í ítalska boltanum eftir 1-0 sigur á Torino á heimavelli í kvöld.

Liðin mættust í síðasta leik 24. umferðarinnar en leikið var á San Siro í kvöld. Zlatan Ibrahimovic var að sjálfsögðu í byrjunarliði heimamanna.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 25. mínútu. Króatinn Ante Rebic skoraði þá eftir fyrirgjöf Samuel Castillejo en Milan hafði unnið boltann í kringum vítateig Torino.
Lokatölur 1-0 en Milan er í 8. sætinu með 35 stig, jafn mörg stig og Verona sem er í 6. sætinu og fjórum stigum á eftir Roma sem er í 5. sætinu.

Torino er í fjórtánda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.