Enski boltinn

Son skoraði tvö mörk handarbrotinn en verður lengi frá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heung-Min Son hélt áfram eftir meiðslin og skoraði tvö mörk. Hér fagnar hann sigurmarkinu.
Heung-Min Son hélt áfram eftir meiðslin og skoraði tvö mörk. Hér fagnar hann sigurmarkinu. Getty/Robbie Jay Barratt

Suður Kóreumaðurinn Heung-Min Son verður ekki með Tottenham liðinu næstu vikurnar og verður Jose Mourinho því án tveggja bestu framherja sinn á næstunni.

Heung-Min Son þarf að gangast undir aðgerð í þessari viku eftir að hafa handarbrotnað í leiknum á móti Aston Villa um síðustu helgi.

Heung-Min Son skoraði einmitt sigurmark Tottenham í uppbótatíma leiksins en það var seinna mark hans í leiknum. Hann var líka að skora í þriðja deildarleiknum í röð.
Son varð fyrir meiðslunum snemma leiks og skoraði því bæði mörkin handarbrotinn. Þetta eru meiðsli á olnboga og Son gæti verið frá í allt að tveimur mánuðum.

Harry Kane er einnig meiddur og hefur verið frá keppni síðan á Nýársdag eftir að hann tognaði aftan í læri í leik á móti Southampton.

Heung-Min Son er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er alls með sextán mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.