Enski boltinn

Markið hans Mesut Özil í gær kom eftir sókn sem stendur upp úr á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil fagnar marki sínu í gær en það kom eftir magnaða sókn.
Mesut Özil fagnar marki sínu í gær en það kom eftir magnaða sókn. Getty/Chloe Knott

Arsenal liðið minnti á gömlu góðu dagana í gær þegar liðið skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og rúllaði upp liði Newcastle á Emirates.

Arsenal liðið tók öll völd eftir hálfleiksræðu Mikel Arteta og keyrði yfir lærisveina Steve Bruce á síðustu 45 mínútunum.

Dani Ceballos og Mesut Özil voru báðir í liðinu og takturinn í sóknarleiknum var til mikillar fyrirmyndar.

Það er þó einkum þriðja mark Arsenal liðsins í leiknum sem vakti sérstaka athygli fyrir frábær samspil.



Þegar Mesut Özil kom boltanum yfir marklínuna þá var Arsenal liðið búið að senda boltann 35 sinnum á milli sín og allir ellefu leikmenn liðsins voru búnir að koma við boltann.

Slíkt samspil er í algjörum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu því mest áður hafði lið náð 25 heppnuðum sendingum í röð fyrir mark.

Það má sjá sendingarnar í þessari frábæru sókn hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×