Fleiri fréttir

Burnley sótti sigur á Old Trafford

Manchester United mistókst að minnka forskot Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tók á móti Burnley.

Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi

Javier Hernandez eða "Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári.

Kevin De Bruyne í sérflokki

Belginn Kevin De Bruyne er engum líkur. Stoðsending hans í sigurmarki Sergio Agüero var hans 15. á leiktíðinni. Er þaðí þriðja skipti sem hann leggur upp 15 mörk eða fleiri á einni og sömu leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur gert slíkt hið sama.

Hector Bellerin tryggði 10 leikmönnum Arsenal stig á Brúnni

Arsenal náði jafntefli gegn Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera manni færri í 65 mínútur eftir að David Luiz fékk rautt spjald. Hector Bellerin, fyrirliði Arsenal, bjargaði stigi fyrir gestina með frábæru skoti undir lok leiks. Lokatölur 2-2.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.