Enski boltinn

Solskjær svaraði Ian Wright fullum hálsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Létt yfir Norðmanninum á fundi gærdagsins.
Létt yfir Norðmanninum á fundi gærdagsins. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford.Ian Wright, fyrrum markahrókur og nú spekingur BBC, sagði í gær að það væri að hluta til Norðmanninum að kenna að Rashford væri nú frá í nokkra mánuði.Rashford meiddist í leiknum gegn Wolves í síðustu viku eftir að hafa komið inn á sem varamaður og verður nú frá í einhvern tíma.„Ég hef aldrei sett sjálfan mig fram fyrir liðið. Liðið og félagið gengur fyrir allt annað,“ voru fyrstu svör Solskjær við spurningu um gagnrýni right.„Við erum með leikmennina á hverjum degi og það eru fullt af hlutum sem Ian Wright veit ekkert um. Þetta (meiðsli Rashford) er bara einn af óheppilegum hlutum sem gerast.“„Marcus hefur verið smá slæmur síðan í leiknum gegn Burnley 28. desember og við höfum sett hann í skanna og kannað hann. Það hafa ekki verið nein meiðsli.“

„Hann var staðfastur á því að ef það þyrfti hann þá gæti hann spilað að minnsta kosti hálftíma gegn Wolves því hann vildi fara áfram í enska bikarnum.“„Það er það sem þú gerir þegar þú spilar fyrir Manchester United. Í hvert einasta skipti sem þú spilar þá gefuru allt þitt. Ég get ekki stýrt hverjum einasta leikmanni,“ sagði Solskjær.Solskjær staðfesti svo að lokum að Rashford yrði frá í nokkra mánuði en United mætir Burnley á heimavelli í kvöld.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford

Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.